Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 40
ábyrgð (ábyrgð að fullu fyrir hluta af kröfunni - d. delkaution). Einnig getur ábyrgð verið bundin við ákveðið hlutfall af kröfu á hendur aðalskuldara, til dæmis þriðjung eða helming kröfunnar. Skipt getur máli hvemig ábyrgðar- maður hefur takmarkað fjárhagslega skuldbindingu sína. Þannig hefur greiðsla að hluta frá aðalskuldara mismunandi áhrif gagnvart ábyrgðarmanni eftir því hvernig ábyrgðin er takmörkuð. Einnig gilda mismunandi reglur um rétt ábyrgðarmanns til að fá úthlutun upp í endurkröfu sína við gjaldþrotaskipti á búi aðalskuldara. Með hámarksábyrgð hefur ábyrgðarmaður skuldbundið sig til tryggingar fyrir kröfu í heild sinni þó þannig að hann verður ekki krafinn um frekari greiðslu en nemur hámarksfjárhæð ábyrgðarinnar.61 Ef krafa reynist hærri en hámarksfjárhæð ábyrgðarinnar hefur greiðsla frá aðalskuldara inn á kröfuna engin áhrif á skuldbindingu ábyrgðarmanns nema hún sé næg til að eftirstöðvar skuldarinnar verði lægri en nemur hámarksfjárhæð ábyrgðarinnar. Við gjald- þrotaskipti á búi aðalskuldara er réttur ábyrgðarmanns samkvæmt hámarks- ábyrgð til úthlutunar úr búinu takmakaður. Hafi ábyrgðarmaður staðið kröfu- hafa skil að einhverju eða öllu leyti á skuldbindingu sinni njóta eftirstöðvar aðalkröfunnar forgangs við skiptin, sbr. 1. mgr. 103. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. Verður aðeins greitt úr búinu upp í endurkröfu ábyrgðar- manns það sem eftir stendur af úthlutun þegar aðalkrafan hefur verið greidd að fullu, sbr. 104. og 105. gr. sömu laga.62 Með hlutaábyrgð er átt við að ábyrgðarmaður hafi skuldbundið sig til að tryggja tiltekinn hluta kröfu á hendur aðalskuldara. Þannig má greina kröfuna í tvo hluta, annars vegar þann sem ábyrgðin tekur til og hins vegar þann sem ábyrgðin stendur ekki til tryggingar fyrir. Því kemur greiðsla að hluta frá aðal- skuldara ábyrgðarmanni til góða ef henni er ráðstafað inn á þann hluta kröfu sem ábyrgðin er bundin við. Almennt verður talið að kröfuhafa sé heimilt að færa greiðslu frá aðalskuldara fyrst til lækkunar á þeim hluta kröfunnar sem ábyrgðin tekur ekki til og að þá ráðstöfun verði ábyrgðarmaður að þola. Þetta getur þó ekki átt við í öllum tilvikum og er unnt að haga skuldbindingu þannig að ábyrgðarmanni sé rétt að krefjast þess að innborgun verði fyrst ráðstafað til 61 í H 1927 637 er að finna dæmi um þessa takmörkun kröfuábyrgðar en málavextir voru þeir að íslandsbanki hafði gengist í ábyrgð fyrir kaupum H á vél með svohljóðandi yfirlýsin^u: „For H... garanterer vi Betaling 14500 - fjorten tusende femhundrede danske Kroner - ...“. A grundvelli þessarar skuldbindingar höfðaði seljandi mál gegn bankanum og krafðist fjárhæðar sem nam söluverði vélarinnar og kostnaði, samtals 15.453,63 danskar krónur. Talið var að ábyrgð bankans væri einskorðuð við 14.500 danskar krónur og því var hann ekki dæmdur til að greiða seljanda hærri fjárhæð. 62 Þetta má skýra með eftirfarandi dæmi: Gengist er í ábyrgð fyrir kröfu að fjárhæð 100.000 krónur en ábyrgðin er bundin við 60.000 króna hámark. Ábyrgðarmaður hefur staðið kröfuhafa full skil og við úthlutun úr þrotabúi aðalskuldara fæst 50% upp í kröfuna. Til greiðslu koma því 50.000 krónur sem skiptast þannig að kröfuhafi fær 40.000 krónur og hefur því fengið greiðslu að fullu. Ábyrgðarmaður fær hins vegar upp í endurkröfu sína þær 10.000 krónur sem eftir standa af úthlutun úr búinu. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.