Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 37
4.2 Nánar um víðtækar ábyrgðir Það þekkist í nokkrum mæli að lánardrottnar leitist við að tryggja hagsmuni sína með víðtækum ábyrgðum. Slíkur áskilnaður af hálfu kröfuhafa getur verið eðlilegur en í öðrum tilvikum getur skilyrði um óþarflega rúma ábyrgð brotið í bága við vandaða viðskiptahætti. Þegar ábyrgðarmaður hefur gengist undir víðtæka skuldbindingu reynir á ýmis álitaefni sem ástæða er til að ræða nánar. Víðtækar ábyrgðir geta verið varhugaverðar og á það sérstaklega við um svokallaðar alábyrgðir sem taka til allra skuldbindinga aðalskuldara gagnvart kröfuhafa. Samkvæmt slíkri skuldbindingu kann ábyrgðarmaður að hafa bundið sig án nokkurrar takmörkunar með öllum eignum sínum til tryggingar á ótil- teknum fjölda krafna á hendur aðalskuldara. í almennri lánafyrirgreiðslu getur ekki verið þörf fyrir svo víðtækar ábyrgðir. Verður gildi þeirra dregið í efa þegar ábyrgðarmaður getur engu ráðið um hvort krafa stofnast á hendur aðalskuldara og falli þar með undir ábyrgðina, jafnvel þótt hún kunni að hafa verið með öllu ófyrirsjáanleg. Þetta horfir á hinn bóginn öðruvísi við ef ábyrgðarmaður hefur þá stöðu gagnvart aðalskuldara að geta haft áhrif á hvort til skuldar stofnast. Það ætti til dæmis við um einkahlutafélag eins manns og félagið sjálft og því yrði tæplega hnekkt alábyrgð hluthafans gagnvart kröfuhafa til tryggingar á skuldum félagsins. Að frátöldu því sem hér hefur verið rakið verður almennt að leggja til grundvallar að ábyrgð sé gild þótt hún standi til tryggingar á umfangsmiklum skuldbindingum. Af því tilefni einu stoðar venjulega ekki að bera brigður á gildi ábyrgðar.59 ábyrgðarmanns getur þó varla komið í veg fyrir að krafa verði síðar framseld með þeirri ábyrgð sem henni fylgir enda væri að öðrum kosti lagðar verulegar hömlur á heimild kröfuhafa til að hagnýta sér kröfu með því að koma henni í verð fyrir umsaminn gjalddaga. Gegn þessu mæla einnig almennir hagsmunir þeirra sem þurfa að afla lánsfjár en sú fyrirgreiðsla er síður líkleg ef væntanlegur kröfuhafi sér fram á örðugleika við að fénýta sér kröfuna fyrir gjalddaga þar sem ábyrgð fylgir ekki með við framsal hennar. 59 Hér má hafa til nokkurrar hliðsjónar dóma þar sem reynt hefur á gildi tryggingar þriðja manns sem gengist hefur undir víxilskuldbindingu vegna skuldara. I H 1996 3267 voru málsatvik þau að A hafði ritað sem útgefandi á óútfylitan vfxil til tryggingar á skuldum G vegna viðskipta hans með greiðslukort frá Kreditkorti hf. Vanskil urðu af hálfu G og því var víxillinn fylltur út og settur í innheimtu. A greiddi síðan víxilskuldina með rúmlega 3,3 milljónum króna gegn fullnaðarkvittun en höfðaði mál gegn Kreditkorti hf. til endurheimtu þeirrar fjárhæðar. í dómi Hæstaréttar var hvorki talið að ábyrgð A yrði hliðrað né hún ógilt á grundvelli 36. gr. SML eða annarra ákvæða III. kafla þeirra laga. í H 1997 930 voru málavextir þeir að S var ábekingur á víxli til tryggingar yfirdrætti á tékkareikningi L hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Fjárhæð víxilsins var 800.000 krónur en hann var óútfylltur að því er varðaði útgáfudag og gjalddaga. I maí 1990 var tékkareikningi L lokað og víxillinn gefinn út og innheimtur hjá S sem greiddi hann í júní 1995 með rúmum 2 milljónum króna. í máli til endurheimtu þeirrar fjárhæðar voru kröfur meðal annars reistar á því að notkun víxilsins hefði brotið í bága við 36. gr. SML. í dómi Hæstaréttar sagði að þótt sparisjóðurinn hefði ekki hlutast til um að gerður yrði skriflegur samningur um hvemig eða með hvaða skilyrðum nota mætti víxilinn sem tryggingu fyrir skuld á tékkareikningi L og að telja yrði að sparisjóðurinn hefði ekki að því leyti gætt fyllstu krafna sem gera verði til lánastofnana um vandaða viðskiptahætti þættu ekki efni til að beita hinu sérstaka heimildarákvæði 36. gr. SML til að víkja skuldbindingu S til hliðar. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.