Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 55
Æskilegt er að sýnilegt sé hvaða meginreglur gildi við efnislega ákvörðun í
þessum málum. Mikilvægt er réttaröryggisins vegna að festa og samræmi sé í
framkvæmd í málaflokki sem þessum og að ekki séu gerðar skyndilegar breyt-
ingar í hvora áttina sem er. Æskilegt er, ekki síst vegna fjölskyldu dómþola, að
hægt sé að sjá nokkum veginn fyrir hversu löng afplánun muni verða. Dóm-
þolar fara mjög fljótlega eftir að þeir hefja afplánun, og sjálfsagt fyrr, að hugsa
um hvenær þeir geti losnað. Mjög algeng málsástæða í kærumálum er að jafn-
ræðisregla hafi verið brotin. Dómþolar bera sig saman í refsivistinni og virðast
almennt segja hverjir öðrum óhikað frá eigin málum. Fullnægjandi samanburð-
ur á ákvörðunum um reynslulausn er þó erfiðleikum háður fyrir dómþola þar
sem gögn og forsendur ákvörðunar eru ekki aðgengilegar nema þeim aðilum
sem þær varða beint. Niðurstöður í sambærilegum málum eru hins vegar sendar
ráðuneytinu ef þess er óskað vegna úrlausnar kærumála.
4.2 Efnisreglur
Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. verður fanga að jafnaði ekki veitt reynslulausn ef
ólokið er í refsivörslukerfinu máli á hendur honum þar sem hann er
grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi. Rökin sem að baki þessari
reglu liggja eru ekki síst þau að æskilegt er talið, enda meginregla fangelsislaga,
að afplánun sé samfelld. Athugun á því hvort máli er ólokið fer þannig fram að
fyrst er haft samband við embætti ríkissaksóknara og athugað hvort máli sé
ólokið þar. Þá fékk Fangelsismálastofnun fyrir skömmu aðgang að samræmdri
málaskrá lögreglu þar sem fram kemur hvort umsækjandi er kærður fyrir
refsiverðan verknað. Kannað er hvers eðlis málið sé, hvort ákæra hafi verið
gefin út o.s.frv. Dæmi eru um að í ljós komi að mál hafi verið fellt niður,
skráning sé röng eða aðild umsækjanda að málinu mjög ólíkleg til að leiða til
ákæru. Sé nær öruggt að kæra muni aðeins leiða til sektarrefsingar eða sönn-
unargögn þykja ótraust að mati rannsóknaraðila hefur slíkt mál ekki verið látið
standa í vegi fyrir reynslulausn eitt og sér. Samkvæmt þeirri athugun sem hér er
lýst verður að sjálfsögðu ekki sagt til um það með öruggum hætti hvort fanginn
verði sakfelldur eða bætt verði við refsitíma og er þá hugsanlegt að ósannað
brot eða brot sem ekki hefur áhrif á refsitíma verði til þess að fangi sem ella
hefði átt góða möguleika á reynslulausn afpláni dóm sinn að fullu. Benda má á
að tafir hjá ákæruvaldi eða dómstólum geta hér haft áhrif.
Með hliðsjón af 5. mgr. 1. gr. laga nr. 24/1999 verður 2. mgr. reglugerð-
arinnar nú óvirk. í lokamálsgrein 40. gr. alm. hgl. segir nú að sé hluti fangelsis-
refsingar óskilorðsbundinn en hluti skilorðsbundinn verði reynslulausn ekki
veitt.
Akvæði 3. og 4. mgr. 5. gr. varða aðeins reynslulausn að afplánuðum helm-
ingi refsitíma. Samkvæmt 3. mgr. sem áður var getið verður fanga að jafnaði
ekki veitt reynslulausn þegar liðinn er helmingur refsitímans ef hann afplánar
refsingu fyrir manndráp, ofbeldis- eða kynferðisbrot, meiriháttar fíkni-
efnabrot, brennu eða annað almennt hættubrot, rán eða annað afbrot sem
49