Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 54
dóms- og kirkjumálaráðuneytið ákvörðun Fangelsismálastofnunar þar að lút- andi. Þannig háttaði til að við athugun stofnunarinnar kom ekkert fram sem benti til þess að umsækjandi um reynslulausn ætti ólokið máli í refsivörslu- kerfinu. Segir í úrskurðinum að ekki hafi verið, að því er virðist af rannsókn- arhagsmunum, unnt að fá upplýsingar frá lögreglu um að kærandi væri bendlaður við fíkniefnamál. Eftir að ákvörðun hafði verið tekin um reynslu- lausn dómþolans var hann hins vegar hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að stórfelldu fíkniefnamáli. Talið var ótvírætt að hefðu upplýsingar legið fyrir um að ólokið væri slíku máli á hendur dómþola hefði reynslulausnin ekki verið veitt. Samkvæmt 4. gr. reglugerðar um fullnustu refsidóma nr. 29/1993 skulu ákvarðanir Fangelsismálastofnunar vera skriflegar og rökstuddar. Ákvörðun er tilkynnt aðila bréflega ásamt rökstuðningi ef um synjun er að ræða. Allar ákvarðanir eru hins vegar bókaðar ásamt rökstuðningi og haldið til haga. Svokölluð almenn skilyrði reynslulausnar eru að aðili gerist ekki sekur um nýtt brot á reynslutímanum og sæti eftirliti Fangelsismálastofnunar samkvæmt 2. mgr. 41. gr. almennra hegningarlaga. Nokkuð tíðkast að setja dómþolum sérskilyrði. Reynslulausn verður hins vegar ekki veitt nema dómþoli samþykki skilyrðin, sbr. 4. mgr. 40. gr. almennra hegningarlaga i.f., með undirritun sinni. Ákvörðun um reynslulausn er kæranleg til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar og gerir náðunamefnd tillögu að ákvörðun í kærumálinu. 4. REGLUGERÐ UM FULLNUSTU REFSIDÓMA 4.1 Almennt Frá 1993 hefur verið í gildi reglugerð nr. 29/1993 um fullnustu refsidóma þar sem fjallað er um reynslulausn í 5. gr. Þar er að finna helstu efnisreglur sem nú er unnið eftir við ákvarðanir um reynslulausn. Deila má um hvort eðlilegt sé að setja slíka reglugerð sem setur hinu skyldu- bundna mati óneitanlega vissar skorður. Þetta á til dæmis við um 3. mgr. 5. gr. þar sem tilgreind eru ákveðin brot þar sem vart er talið koma til greina að veita reynslulausn að afplánuðum helmingi refsitíma. Þau sjónarmið sem liggja að baki þeirri reglu verður að ætla að séu fyrst og fremst almenn og sérstök vam- aðaráhrif en einnig ákveðin fordæming þessara brota. Þetta hefur þær afleið- ingar að sjónarmið sem mæla með reynslulausn, svo sem persónulegar aðstæð- ur og góð hegðun í refsivist, hafa mismikið vægi eftir því fyrir hvers konar afbrot fanginn afplánar refsingu. Því hefur einnig verið haldið fram að 2. mgr. 40. gr. alm. hgl., sem hefur að geyma heimild til að veita reynslulausn að afplánuðum helmingi refsitíma, hafi verið túlkuð of rúmt. Ástæða væri til að endurskoða efni reglugerðarinnar með slíkar athugasemdir í huga, þ.e. hvort reglugerðin gefur tóninn fyrir of rúma túlkun ákvæðisins. Ekki verður hins vegar séð á augabragði hvemig breyting á reglugerðinni ætti að hljóða. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.