Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 34
Tegund aðalábyrgðar skiptir einnig máli fyrir greiðsluskyldu bakábyrgðar- manns. Ef aðalábyrgð er einföld verður greiðsluskylda ábyrgðarmanns ekki virk fyrr en kröfuhafi sannar að engar efndir verði fengnar úr hendi aðalskuld- ara vegna ógjaldfæmi hans. Eins og áður er vikið að getur þessi sönnun verið tímafrek en hún er hins vegar óþörf ef aðalábyrgðin er sjálfskuldarábyrgð. I kjölfar þess að aðalábyrgðin verði virk og hefur verið vanefnd ræðst síðan greiðsluskylda bakábyrgðarmanns af því hvort ábyrgð hans er sjálfskuldar- ábyrgð, einföld ábyrgð eða tjónsábyrgð. Aðalábyrgð og bakábyrgð þurfa ekki að vera sömu tegundar og því er unnt að gangast í einfalda bakábyrgð fyrir sjálfskuldarábyrgð á hendur aðalábyrgðarmanni og öfugt. Þegar ábyrgðarmaður samkvæmt bakábyrgð hefur staðið kröfuhafa skil á skuldbindingu sinni eignast hann endurkröfu á hendur aðalábyrgðarmanni í samræmi við almennar reglur og öðlast rétt kröfuhafa á hendur honum. Einnig eignast bakábyrgðarmaður rétt kröfuhafa gegn aðalskuldara að sama marki og aðalábyrgðarmaður hefði öðlast þann rétt. Enn fremur fær bakábyrgðarmaður tryggingarréttindi sem aðalábyrgðarmaður nýtur og endurkröfu sem hann getur öðlast á hendur öðrum ábyrgðarmanni.52 3.6 Gagnábyrgð Gagnábyrgð (d. kontrakaution) felur í sér skuldbindingu ábyrgðarmanns gagnvart öðrum ábyrgðarmanni til tryggingar á því sem sá síðamefndi þarf að standa kröfuhafa skil á vegna skuldbindingar sinnar. Ábyrgðarmaður er því ekki skuldbundinn gagnvart kröfuhafa heldur þeim ábyrgðarmanni sem loforðinu er beint að og verður hann hér eftir nefndur aðalábyrgðarmaður með sama hætti og þegar rætt var um bakábyrgð. Þótt gagnábyrgð feli ekki í sér skuldbindingu gagnvart kröfuhafa er ekkert sem girðir fyrir að gagnábyrgðarmaður hafi sam- hliða gengist undir ábyrgð fyrir efndum kröfunnar gagnvart kröfuhafa. Um gagnábyrgð eiga við sömu reglur og almennt gilda um kröfuábyrgð að því gættu að loforðið er bindandi gagnvart aðalábyrgðarmanni. Á gagnábyrgð getur ekki reynt fyrr en greiðsluskylda aðalábyrgðarmanns er orðin virk. Hve- nær gagnábyrgðin verður síðan virk ræðst af tegund þeirrar ábyrgðar. Þegar ekki er á annan veg samið er gagnábyrgðin einföld og í þeim tilvikum verður aðalábyrgðarmaður að sanna að engar efndir verði fengnar úr hendi aðalskuld- ara til að geta gengið að gagnábyrgðarmanni. Ef gagnábyrgðin er aftur á móti sjálfskuldarábyrgð verður greiðsluskyldan virk samhliða greiðsluskyldu aðal- ábyrgðarmanns. Gagnábyrgð felur í sér tryggingu fyrir aðalábyrgðarmann vegna þess sem hann þarf að standa kröfuhafa skil á í samræmi við skuldbindingu sína. Þannig er gagnábyrgðin almennt bundin því skilyrði að stofnast hafi gild skuldbinding á hendur aðalábyrgðarmanni. 52 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 35-36; Hans Verner Hojrup: Kaution, bls. 13-15; H. Krag Jespersen: Kaution, bls. 66; Henry Ussing: Kaution, bls. 374-377. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.