Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 45
Það sem hér hefur verið rakið verður einnig talið gilda um verðbætur á kröfu sem gengist hefur verið í ábyrgð fyrir. Þá tekur ábyrgð á kröfu í erlendri mynt til taps vegna lækkunar á gengi innlends gjaldmiðils.73 4.4.3 Aukaliðir vegna vanefnda Þeir aukaliðir sem hér koma helst til álita eru dráttarvextir og innheimtu- kostnaður sem fallið hefur á kröfu vegna vanefnda aðalskuldara. I Danmörku og Noregi hefur ekki verið komist að samhljóða niðurstöðu um hvort kröfu- ábyrgð taki til þessara liða.74 Á það hefur ekki reynt fyrir dómstólum hér á landi, svo vitað sé, hvort kröfu- ábyrgð taki til dráttarvaxta sem reiknast af aðalkröfu frá því hún fellur í gjalddaga, sbr. 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Við úrlausn þessa álitaefnis verður að hafa hliðsjón af því að væntanlega nær kröfuábyrgð ekki til samn- ingsvaxta sem falla á aðalkröfu og því kemur enn síður til álita að kröfuábyrgð taki til dráttarvaxta. Almennt eru dráttarvextir þungbærari í garð skuldara en samningsvextir og því verður tæplega talið að þeir falli undir skuldbindingu ábyrgðarmanns nema þannig hafi beinlínis verið samið. Aftur á móti leiðir ekki af þessu að ábyrgðarmaður losni í öllum tilvikum undan því að greiða vexti að 73 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 43. Hér má vísa til H 1964 366 en í því máli hafði Útvegsbanki íslands gengist í ábyrgð fyrir greiðslu smíðaverðs fiskibáts í dönskum gjaldmiðli. Hinn 28. janúar 1960 var stöðvuð öll gjaldeyrissala í bönkum nema til óhjákvæmilegra greiðslna en þá á gengi sem síðar yrði ákveðið með lögum. Hinn 7. næsta mánaðar féll í gjalddaga afborgun af skuldinni og greiddi Útvegsbankinn hana. Með lögum var síðan nýtt gengi krónunnar ákveðið og í kjölfar þess innti Útvegsbankinn af hendi greiðslu til Seðlabankans vegna gengismunar. Aðalskuldari var síðan dæmdur til að standa Útvegsbankanum skil á þeirri fjárhæð. 74 í Danmörku er talið að ábyrgð taki ekki til dráttarvaxta og innheimtukostnaðar nema um það hafi verið samið, sbr. UfR 1982. 162, þar sem ábyrgð var ekki talin taka til dráttarvaxta og ÚfR 1974.198 en í því máli var kostnaður við innheimtu ekki talinn falla undir einfalda ábyrgð þótt sá kostnaður hefði verið óhjákvæmilegur til að greiðsluskylda ábyrgðarmanns yrði virk. Sjá Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 43-44; Hans Verner Hojrup: Kaution, bls. 38; H. Krag Jespersen; Kaution, bls. 25; Bernhard Gomard: Obligationsret, 4. del., bls. 33-34. Henry Ussing telur þó koma til álita að ábyrgðarmaður verði að greiða dráttarvexti sem falla á aðalkröfu ef honum er án ástæðulauss dráttar tilkynnt um vanefnd aðalskuldara. Einnig telur Ussing að rök mæli með að ábyrgðin taki til kostnaðar við innheimtu kröfunnar hjá aðalskuldara ef ábyrgðarmanni hefur verið tilkynnt um fyrirhugaðar innheimtuaðgerðir. Telur hann að það dragi úr gildi ábyrgðar sem tryggingar ef kröfuhafi verði að bera áhættuna af kostnaði vegna fullnustugerða hjá aðalskuldara. Enn fremur leiði þetta almennt ekki til þess að ábyrgð verði minna íþyngjandi fyrir ábyrgðarmann þar sem annars megi gera ráð fyrir að kröfuhafi reyni fyrst að leita fullnustu kröfunnar hjá honum. Sjá Kaution, bls. 54-57. í Noregi hefur aftur á móti verið lagt til grundvallar að kröfuábyrgð taki til dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. Þetta styður Carsten Smith þeim rökum að ábyrgðarmaður geti fyrirfram reiknað með að þessir liðir falli á kröfuna. Þó verði kröfuhafi að gefa ábyrgðarmanni kost á að koma í veg fyrir útgjöld vegna innheimtu kröfunnar með því að leysa hana til sín. Þetta eigi sérstaklega við þegar ábyrgðarmaður hafi gengist undir sjálfskuldarábyrgð en gildi einnig um einfalda ábyrgð þannig að ábyrgðarmaður geti takmarkað skuldbindingu sína að þessu leyti. Til stuðnings niðurstöðu sinni um dráttarvexti vísar Smith til Rt 1992. 1002. Sjá Garantirett III, bls. 211 og Kausjonsrett, bls. 73. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.