Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 19
það leiði af viðkomandi ábyrgðaryfirlýsingu.13 Tíðast kemur þetta fram í yfir- lýsingu ábyrgðarmanns þar sem tekið er fram að ábyrgðin sé á þennan veg. Það er þó ekki skilyrði að heitið sjálfskuldarábyrgð sé orðað í skuldbindingunni ef ótvírætt er að efndatími ábyrgðarmanns er við vanefnd aðalskuldara. Því er nægjanlegt að fram komi að gengist sé í ábyrgð fyrir greiðslu „á tilteknum degi“, „innan ákveðins dags“ eða „á réttum tíma“.14 í einstaka tilvikum getur skuldbinding ábyrgðarmanns verið talin sjálfskuld- arábyrgð þótt það leiði ekki beinlínis af ábyrgðaryfirlýsingu. Þetta getur ráðist af lögskiptum að baki ábyrgð eða aðstæðum við samningsgerð. í dæmaskyni um tilvik af því tagi sem fela í sér líkindi fyrir sjálfskuldarábyrgð má nefna að kröfuhafi gefi eftir fyrri tryggingarréttindi gegn kröfuábyrgð. Verður almennt að ætla að það hafi kröfuhafi ekki gert nema gegn álíka tryggingarréttindum og hann naut áður enda er þess síður að vænta að kröfuhafi fallist á að fullnustu- möguleikar hans verði skertir. Einnig bendir það til sjálfskuldarábyrgðar ef innheimta þarf kröfu á hendur aðalskuldara í öðru landi, einkum ef ábyrgð hefur verið veitt sökum þess að skuldari fer af landi brott. Innheimta erlendis getur verið torveld og kostnaðarsöm og þess er því frekar að vænta að sjálfskuld- arábyrgð hafi verið áskilin. Jafnframt þykir það benda til sjálfskuldarábyrgðar ef kröfuhafi fellst á greiðslufrest gegn því að gengið sé í ábyrgð fyrir greiðslu kröfu. Þetta á enn fremur við ef gengist er í ábyrgð fyrir ógjaldfæran skuldara til að forða honum frá fullnustugerðum. Þá leiðir það af eðli máls að um sjálfskuldarábyrgð er að ræða í þeim undantekningartilvikum þegar ábyrgðar- maður er skuldbundinn þótt gild krafa hafi ekki stofnast á hendur aðalskuldara. Við þær aðstæður er kröfuhafa ókleift að leita fullnustu hjá aðalskuldara, svo sem áskilið er við aðrar tegundir kröfuábyrgða.15 Þótt sjálfskuldarábyrgð verði ekki ráðin af ábyrgðaryfirlýsingunni sjálfri getur slík ábyrgð verið reist á venju í ákveðnum viðskiptum.16 Um það má vísa til eftirfarandi dóms: 13 í Lyrd 1902 441 hafði maður gengist í ábyrgð fyrir skilvísa borgun á því sem tengdasonur hans kynni að fá til láns eða umboðssölu frá tiltekinni verslun. Samkvæmt þessu orðalagi ábyrgðar- skjalsins var ekki fallist á að um sjálfskuldarábyrgð væri að ræða og var ábyrgðin talin einföld. 14 Henry Ussing: Kaution. bls. 80-81: Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 29; Carsten Smith: Garantirett I, bls. 94 o.áfr., Garantirett III, bls. 239-241 og Kausjonsrett, bls. 81-82. í Lyrd 1896 218 vefengdi P að sjálfskuldarábyrgð hefði stofnast. Með þeim framburði tveggja vitna að P hefði sagt við kröfuhafa að eiga við sig um borgunina þótti sannað að hann hefði tekið að sér að greiða skuldina sem sína eigin skuld. Sjá einnig Lyrd 1906 350 en þar höfðu stjórnarmenn í kaupfélagi skuldbundið sig „einn fyrir alla og allir fyrir einn“, ásamt félagsdeildinni,... „að halda og fullnægja skuldkrefjanda að skaðlausu á réttum tíma“. Var því ekki fallist á að stofnast hefði einföld ábyrgð heldur hefðu stjómarmennimir tekist beint sjálfir á hendur að svara til skuldarinnar ásamt félagsdeildinni. 15 Carsten Smith: Garantirett I, bls. 108 o.áfr., Garantirett III, bls. 241-243 og Kausjonsrett, bls. 82-83. 16 Henry Ussing: Enkelte kontrakter, bls. 183. 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.