Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 48
að stefndi geti aðeins haft upp vamir um efni máls sem lúti að því í fyrsta lagi að mál sé höfðað af röngum aðila eða því sé ranglega beint að sér, í öðru lagi að aðila hafi skort hæfi að lögum til að taka á sig skuldbindinguna og í þriðja lagi að undirskrift á skjali sé fölsuð eða efni skjals sé falsað. I 3. mgr. ákvæð- isins segir síðan að í skuldabréfamáli megi stefndi einnig koma að vömum ef hann á ekki að sanna þær staðhæfingar sem varnimar byggjast á eða unnt er að sanna staðhæfingar með skjölum sem hann leggur þegar fram. Þá eru gerðar þær takmarkanir á rétti til að hafa uppi gagnkröfu til skuldajafnaðar eða sjálf- stæðs dóms í skuldabréfamáli að gagnkrafan styðjist einnig við skuldabréf, víxil eða tékka, sbr. 4. mgr. 118. gr. laganna. Frekari mótbárur eða gagnkröfur verða ekki hafðar uppi í skuldabréfamáli án samþykkis stefnanda. Takmarkanir á rétti til að hafa uppi vamir í skuldabréfamáli eiga ekki aðeins við um skuldara bréfsins heldur einnig þann sem gengist hefur í ábyrgð fyrir greiðslu þess. Þannig gildir það sama í þessum efnum um aðalskuldara og ábyrgðarmann.79 Þótt gerðar séu takmarkanir á rétti til að hafa uppi vamir í skuldabréfamálum getur sá sem fer á mis við að koma að vömum í slrku máli höfðað mál gegn stefnanda eftir almennum reglum til heimtu skaðabóta, sbr. 2. mgr. 119. gr. laga nr. 91/1991. 4.5.3 Viðskiptabréfsreglur Við framsal viðskiptabréfa gilda sérreglur og miða þær að því að gera við- skipti með þau sem ömggust og tryggust.80 Þessar reglur geta átt við um skuld- bindingu ábyrgðarmanns en ábyrgð til tryggingar kröfu fylgir með í framsali hennar nema annað sé ákveðið.81 Þau viðskiptabréf sem helst koma til álita varðandi kröfuábyrgð em skuldabréf og verður eingöngu rætt um þau. Þegar skuldabréf er framselt fær framsalshafi við framsalið þann rétt sem bréfið bendir til að framseljandi eigi. Framsalshafi getur því látið við það sitja að rannsaka sjálft bréfið til þess að ganga úr skugga um rétt sinn og þarf ekki 79 í dómaframkvæmd hefur reynt á beitingu XVII. kafla Iaga nr. 91/1991 þegar gengist er í ábyrgð fyrir greiðslu skulda. I H 1995 114 var höfðað skuldabréfamál á hendur O sem tekist hafði á hendur sjálfskuldarábyrgð fyrir greiðslu skuldabréfs. Útgefandi bréfsins var M fyrir hönd Heildversl- unarinnar Bláfells. Kröfuhafi samkvæmt bréfinu var V. f dómi Hæstaréttar var vísað til þess að samkvæmt Firmaskrá Reykjavíkur hefði V verið einkaeigandi Heildverslunarinnar Bláfells þegar skuldabréfið var gefið út. Hefði hann því borið ótakmarkaða ábyrgð á skuldum þess. Einnig þóttu gögn málsins ekki bera með sér að M hefði haft heimild til að skuldbinda aðalskuldara bréfsins. Hvor þessara ástæðna um sig voru taldar leiða til þess að kröfuréttur stofnaðist ekki á grundvelli skuldabréfsins á hendur þeim sem var aðalskuldari bréfsins. Því var talið að Ó yrði ekki sótt sem sjálfskuldarábyrgðarmaður í máli eftir XVIII. kafla laga nr. 91/1991. í H 1998 255 var talið að endurkröfumál ábyrgðarmanns á hendur öðrum ábyrgðarmanni yrði ekki rekið eftir XVIII. kafla laga nr. 91/1991. 80 Almennt um viðskiptabréfsreglur vísast til Ólafs Lárussonar: Kaflar úr kröfurétti, bls. 45-65 og Þorgeirs Örlvgssonar: „Kröfuhafaskipti“, bls. 77-80. 81 Þorgeir Örlygsson: „Kröfuhafaskipti", bls. 83; Henry Ussing: Kaution, bls. 98 og 248 og Obligationsretten, bls 222. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.