Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 24
en ætlað var við fjárnámið hjá honum. Ef kröfuhafi kýs á hinn bóginn að bíða og ganga ekki að ábyrgðarmanni fyrr en þeim eignum aðalskuldara sem teknar hafa verið fjámámi hefur verið ráðstafað getur kröfuhafi væntanlega krafið ábyrgðarmann um þær eftirstöðvar sem þá standa eftir. Þegar kröfuhafi heldur að sér höndum með þessum hætti hefur hann í raun ekki afskrifað kröfu sína í þeim mæli sem talið var að fullnusta hefði fengist úr hendi aðalskuldara við fjámámið hjá honum. Að sama skapi er ekki tilefni fyrir ábyrgðarmann að gera ráð fyrir að skuldbinding hans hafi takmarkast sem því nemur. Greiðsluskylda ábyrgðarmanns veltur á því hvort leitað hafi verið fullnustu í tiltækum eignum aðalskuldara og tekur það bæði til eigna sem settar hafa verið að veði til tryggingar kröfunni og annarra eigna sem unnt er að ganga að með fullnustugerðum. Þá verður kröfuhafi ef því er að skipta að hafa leitað fullnustu með því að beita tiltækum skuldajafnaðarrétti. A hinn bóginn er greiðsluskylda ábyrgðarmanns ekki háð því að gengið hafi verið að tryggingarréttindum kröfuhafa í eignum þriðja manns nema slíkt hafi sérstaklega verið áskilið af hálfu ábyrgðarmanns.28 Varðandi skilyrðið um að aðalkrafa hafi verið vanefnd svo að greiðsluskylda samkvæmt einfaldri ábyrgð verði virk á það sama við og áður var rætt þegar gerð var grein fyrir þeim reglum sem gilda um sjálfskuldarábyrgð. Þannig yrði kröfuhafi að hafa beint áskorun eða uppsögn að aðalskuldara ef það er skilyrði þess að krafa gjaldfalli. Þá verður kröfuhafi að fullnægja sömu skilyrðum gagn- vart ábyrgðarmanni og aðalskuldari getur sett fyrir greiðslu af sinni hálfu, svo sem að skuldabréf sé áritað um greiðslu eða handveð afhent. Einnig eru ábyrgð- armanni tiltækar sömu mótbárur og aðalskuldari getur haft uppi nema annað leiði af þeim reglum sem gerð er grein fyrir í kafla 4.5. Ef kröfuhafi krefst greiðslu úr hendi ábyrgðarmanns samkvæmt einfaldri ábyrgð þótt greiðsluskylda hans sé ekki orðin virk yrði ábyrgðarmaður sýkn- aður að svo stöddu samkvæmt 2. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 3.3.3 Sönnun þess að aðalskuldari sé ógjaldfær 3.3.3.1 Almennt um sönnun ógjaldfærni Eins og áður var rakið verður kröfuhafi að sanna að engar efndir verði fengnar úr hendi aðalskuldara til að greiðsluskylda samkvæmt einfaldri ábyrgð verði virk. Þó verður að gera þann augljósa fyrirvara að þessi sönnunarfærsla er ástæðulaus ef ábyrgðarmaður viðurkennir ógjaldfæmi aðalskuldara. Slík viður- kenning verður ekki talin felast í útivist ábyrgðarmanns í máli á hendur honum til heimtu skuldarinnar og því yrði kröfuhafi við þær aðstæður sem endranær að sanna ógjaldfæmi aðalskuldara. 28 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 28-29; Carsten Smith: Garantirett I, bls. 188-190, Garantirett III, bls. 255-256 og Kausjonsrett, bls. 89-90. Niðurstaðan er ekki afdráttarlaus hjá Henry Ussing um áhrif veðs í eignum þriðja manns. Sjá Kaution, bls. 87. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.