Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 16
þessa aðstöðu kæmi til greina að víkja slíkum skilmála til hliðar vegna atvika sem rakin verða til kröfuhafa og takmarka þannig ábyrgðina í sama mæli og ábyrgðarmaður færi á mis við að geta haft uppi endurkröfu í kjölfar þess að hafa þurft að standa skil á skuldbindingu sinni. Auk alls þessa má gera ráð fyrir að komist verði hjá ósanngjamri niðurstöðu með því að túlka skilmála ábyrgð- armanni í hag einkum ef þeir eru óljósir eða tvíræðir. Hafi lánastofnun á hinn bóginn gengist í ábyrgð gagnvart einstaklingi kunna skilmálar einnig að hafa verið samdir af stofnuninni. Þar kynnu að vera ákvæði sem í víðtækum mæli miðuðu að því að undanþiggja stofnunina frá ábyrgð sinni og takmarka fjárhagslega áhættu hennar. Við þessa aðstöðu kæmu sömu sjónarmið til álita og hér hafa verið rakin en á gagnstæðan veg til hagsbóta fyrir einstakling gagnvart þeirri lánastofnun sem hefur skuldbundið sig samkvæmt kröfuábyrgð. Auk þeirra tilvika sem hér hafa verið rædd getur kröfuábyrgð stofnast inn- byrðis annars vegar milli einstaklinga eða hins vegar milli lánastofnana. Þá kemur frekar til álita að ábyrgð standi óhögguð og þeir skilmálar sem ábyrgðar- maður hefur gengist undir. Jafnframt má vænta þess að síður gæti tilhneigingar til að túlka skilmála kröfuábyrgðar öðrum aðila í hag. Þetta á einkum við um ábyrgðir milli lánastofnana enda verður með hliðsjón af þeirri sérþekkingu sem slíkar stofnanir ættu að búa yfir að gera ráð fyrir að efni og réttaráhrif skuld- bindinga megi vera ljós þeim sem hlut eiga að máli.5 3. TEGUND KRÖFUÁBYRGÐAR 3.1 Almennt Kröfuábyrgðum má skipa í flokka eftir mismunandi eðli þeirra. Geta ólíkar reglur átt við eftir því hvers eðlis ábyrgðin er. Hér verður gerð grein fyrir helstu tegundum kröfuábyrgða en við þá umfjöllun verður þó að gera þann fyrirvara að í ábyrgðaryfirlýsingu kann í einstökum atriðum að hafa verið vikið frá almennum reglum sem gilda um hverja tegund ábyrgðar fyrir sig. Aðallega verður rætt um þær tegundir kröfuábyrgða sem nefndar eru sjálfskuldarábyrgð og einföld ábyrgð. Um aðrar og mun sjaldgæfari kröfuábyrgðir verður fjallað í stuttu máli. 3.2 Sjálfskuldarábyrgð 3.2.1 Greiðsluskylda ábyrgðarmanns Þótt heitið sjálfskuldarábyrgð bendi til annars er skuldbinding ábyrgðar- manns samkvæmt slíkri ábyrgð ekki hliðstæð skuldbindingu aðalskuldara þannig að greiðsluskylda ábyrgðamanns verði virk á sama tíma og unnt er að krefjast greiðslu úr hendi aðalskuldara. Kröfuábyrgð er loforð til tryggingar á 5 Hans Viggo Pedersen: Kaution, bls. 24-25; Hans Verner Höjrup: Kaution, bls. 30-31. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.