Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 65
á því að hann vilji hlíta þeim. Sama gildir um viðbrögð við brotum á þeim reglum. Að meðaltali eru um 20 dómþolar í samfélagsþjónustu í einu. Óhætt er að fullyrða að eftirliti með samfélagsþjónustu er mjög vel framfylgt hér á landi. Smæð landsins á sinn þátt í því að eftirlit er hér etv. strangara en í nágranna- löndunum. Án efa eru tengsl á milli lágs hlutfalls skilorðsrofa og stífs eftirlits. 2.6 Skilorðsrof Um skilorðsrof og afleiðingar þeirra er fjallað í 26. gr. laga um fangelsi og fangavist og er sú grein samhljóða ákvæðum 42. gr. alm. hgl. um rof á skilyrð- um reynslulausnar. Fram kemur í greinargerð með breytingu á lögum um fang- elsi og fangavist að til þess að uppeldislegum markmiðum samfélagsþjónustu verði náð sé nauðsynlegt að takast á við brot á reglum, að dómþola verði ljóst að honum beri að inna samfélagsþjónustuna af hendi af samviskusemi og trú- mennsku. Hafi dómþoli gerst sekur um brot sem ekki er alvarlegt eða ítrekað er honum veitt skrifleg áminning áður en ákveðið er að refsivist skuli afplánuð. Verði dómþoli kærður fyrir að hafa framið refsiverðan verknað eftir að samfélagsþjónusta er ákveðin getur Fangelsismálastofnun ákveðið að ákvörðun um fullnustu refsingar með samfélagsþjónustu verði afturkölluð og dómþoli afpláni refsivistina. í fyrrgreindri greinargerð segir um þetta að forsendur samfélagsþjónustu séu brostnar ef dómþoli fremur refsiverðan verknað eftir að ákvörðun þar um hefur verið tekin og óásættanlegt sé að halda samfélagsþjón- ustu áfram í slíkum tilvikum. Þá sé ekki hægt hægt að ætlast til að vinnustaðir séu tilbúnir til að hafa dómþola áfram í starfi við slíkar aðstæður. Frá upphafi hefur samtals 217 dómþolum verið veitt samfélagsþjónusta. Samtals 20 rufu skilyrði, eða tæp 10%, og var þeim gert að afplána eftirstöðvar tildæmdrar refsingar. Fleiri dómþolar hafa rofið skilyrði samfélagsþjónustu á einhvem hátt og fengið skriflega áminningu. Hefur í flestum þeim tilvikum eigi komið til frekari aðgerða. 2.7 Kærur Ákvarðanir sem Fangelsismálastofnun tekur um samfélagsþjónustu eru kær- anlegar til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins samkvæmt almennum reglum stjómsýsluréttar. 2.8 Samfélagsþjónusta veitt aftur Þess eru dæmi að dómþolar sem gegnt hafa samfélagsþjónustu sæki um að nýju. Þarf það að sjálfsögðu sérstakrar skoðunar við hvort samþykkja eigi slíka umsókn. Mestu máli skiptir að meta það hvort samfélagsþjónusta í annað eða þriðja sinn þjóni nokkrum tilgangi og hvaða hagsmuni dómþoli hafi af því að fá annað tækifæri. Við mat á því er hliðsjón höfð af eðli hins nýja afbrots og hugsanlegum breytingum á persónulegum högum dómþola. Ekki er útilokað að 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.