Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 22
ábyrgð.20 Hér á landi hefur umrædd meginregla um einfalda ábyrgð gilt um
langa hríð og verður hennar vart þegar um miðja 18. öld.21
I meginreglunni um að skuldbinding ábyrgðarmanns teljist einföld ábyrgð
felst að ábyrgðarmaður verður ekki talinn hafa gengist undir aðra tegund
ábyrgðar nema það leiði beinlínis af viðkomandi ábyrgðaryfirlýsingu eða í
undantekningartilvikum af lögskiptum að baki ábyrgð eða aðstæðum við samn-
ingsgerð, svo sem nánar var rætt í kafla 3.2.2. Almenna reglan er því sú að
kröfuábyrgð er einföld.22 I reynd er það aftur á móti oftast svo að lánardrottnar
gera áskilnað um sjálfskuldarábyrgð. Það á að minnsta kosti við þegar gengist
er í ábyrgð gagnvart lánastofnunum.
Auk þess sem einföld ábyrgð getur verið aðalefni samnings kann hún að
stofnast sem þáttur í öðrum gerningi kröfuhafa og ábyrgðarmanns. Ef krafa er
framseld svonefndu skaðlausu framsali er talið að það hafi í för með sér að
framseljandi beri einfalda ábyrgð á greiðslu kröfunnar gagnvart framsalshafa.23
Það getur skipt kröfuhafa máli fjárhagslega hvort ábyrgðarmaður hefur
gengist undir einfalda ábyrgð eða sjálfskuldarábyrgð. Kröfuhafa væri unnt að
leita fullnustu hjá sjálfskuldarábyrgðarmanni þegar í kjölfar vanefnda aðal-
skuldara en hann gæti hins vegar þurft að ganga að fjárhagslega illa stöddum
aðalskuldara til að greiðsluskylda ábyrgðarmanns samkvæmt einfaldri ábyrgð
verði virk. Fullnustugerðir á hendur aðalskuldara geta verið tímafrekar og haft
í för með sér kostnað og óhagræði fyrir kröfuhafa. Einnig gæti fjárhag ábyrgð-
armanns hrakað meðan kröfuhafi þarf að leita efnda hjá aðalskuldara og því
getur aukin fjárhagsleg áhætta verið samfara einfaldri ábyrgð. Þá getur það
veikt lausafjárstöðu kröfuhafa ef dráttur verður á að hann geti gengið að vel
stæðum ábyrgðarmanni en það hefur að sama skapi í för með sér tilsvarandi
hagræði fyrir ábyrgðarmann.24
3.3.2 Nánar um greiðsluskyldu ábyrgðarmanns
Greiðsluskylda ábyrgðarmanns samkvæmt einfaldri ábyrgð verður virk
þegar aðalkrafa hefur verið vanefnd og kröfuhafi sannar að engar efndir verði
20 Um sögulega þróun einfaldrar ábyrgðar vísast til ítarlegrar umfjöllunar Carsten Smith í
Garantirett I, bls. 41-48. Sjá einnig Henry Ussing: Kaution, bls. 70-72 og 78-79, auk þeirra
heimiida sem hann vísar til.
21 I ritinu Tyro Juris frá árinu 1754 eftir Svein Sölvason lögmann er fjallað um borgun og fyrir-
lofan sem eru eldri heiti ábyrgðar í sömu merkingu og hugtakið kaution í erlendu lagamáli. Þar
segir svo um greiðsluskyldu ábyrgðarmanns á bls. 143-144:
„Sá sem í borgun gengur fyrir peningaskuld, hann verður skyldugur að betala þá sömu í ákveðinn
gjalddaga, og fyrr má hann sig ekki úr borgun segja við Creditorem. Nl. 1 B 21 Cap. 15 Art.
Þó er sannsýnilegt, að borgunarmaðurinn hafi beneficium ordinis; sem bestendur þar í að Creditor
sæki hann ei fyrr um skuldarinnar betaling, en hann hefur krafið sjálfann skuldunautinn; og hann
hefur ei til að betala með“.
22 Hér má nefna Lyrd 1902 441 sem áður er getið.
23 Þorgeir Örlygsson: „Kröfuhafaskipti", bls. 84.
24 Um frekari samanburð á einfaldri ábyrgð og sjálfskuldarábyrgð að þessu leyti vísast til Carsten
Smith: Garantirett I, bls. 29-40, Garantirett III, bls. 232-235 og Kausjonsrett, bls. 94-96.
16