Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 13
aftur á móti ekki gerð grein fyrir lokum ábyrgðarskuldbindingar eða endurkröfu ábyrgðarmanns á hendur aðalskuldara eða öðrum. Síðar gefst ef til vill tækifæri til að fjalla um það efni. 2. SKILMÁLAR OG TÚLKUN KRÖFUÁBYRGÐAR 2.1 Almennt Þær reglur sem gilda um kröfuábyrgð eru ekki nema í takmörkuðum mæli í settum lögum. Á þessu sviði sem öðrum gildir meginreglan um samningsfrelsi einstaklinga og því ræðst réttarstaða aðila fyrst og fremst af samningi þeirra. Með hliðsjón af þessum lagagrundvelli kröfuábyrgðar varðar miklu hvemig slíkt loforð verður túlkað en með túlkun er átt við þann skilning sem lagður verður í löggeming og hvaða réttaráhrif hann verður talinn hafa í för með sér. í samningarétti hefur túlkun löggeminga verið greind annars vegar í skýringu, en hún beinist að því að ákveða hvaða merking verður lögð í viljayfirlýsingu loforðsgjafa, og hins vegar í fyllingu sem gengur framar skýringu hvað það varðar að marka réttaráhrif á grundvelli réttarreglna eða réttarheimilda.2 Auk túlkunar loforðs um kröfuábyrgð er ekki síður mikilvægt að slá því föstu hvaða skilmála ábyrgðarmaður verður talinn hafa gengist undir. Hér verður hugað nánar að þessum atriðum. 2.2 Skilmálar kröfuábyrgðar Ábyrgðarmaður er skuldbundinn samkvæmt loforði sínu, þar með talið sam- kvæmt þeim skilmálum sem hann hefur gengist undir. Staða ábyrgðarmanns og kröfuhafa og önnur atvik að ábyrgðarskuldbindingu geta þó haft áhrif að þessu leyti. Það er ekki líku saman að jafna þeim tilvikum annars vegar að jafnræði sé með kröfuhafa og ábyrgðarmanni, þar sem báðir eiga þátt í að móta efni skuldbindingar eftir hagsmunum sínum og þörfum, eða því hins vegar að annar aðili í krafti sérþekkingar hagi skilmálum ábyrgðar í öllu verulegu eftir eigin þörfum eða notist við staðlaða ábyrgðarskilmála sem einhliða taka mið af hagsmunum hans. Ef aðstæður eru á þann veg sem síðar greindi er ekki víst að allir skilmálar ábyrgðar verði taldir hafa verið samþykktir sem hluti af skuldbindingu þeirri sem stofnast hefur á milli ábyrgðarmanns og kröfuhafa. Verður almennt að ætla að annar aðili ábyrgðarskuldbindingar sé ekki bundinn af óvenjulegum skil- málum sem gera stöðu hans verulega lakari en leiðir af almennum reglum nema hann hafi þekkt þessa skilmála eða þeir verið kynntir honum sérstaklega áður en ábyrgðin stofnaðist. Hér sem endranær skiptir máli hvort sá sem hlut á að máli hefur þekkingu eða reynslu á þessu sviði. Verður að gera ráð fyrir því að 2 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 52-56. 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.