Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 21
Þá er rétt að nefna 1. mgr. 109. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála en þar segir að dómari geti ákveðið að sakbomingur haldi frelsi sínu gegn tryggingu og er heimilt í því skyni að taka gilda sjálfskuldarábyrgð annars manns. I ljósi þess að sjálfskuldarábyrgð er ein af tegundum kröfuábyrgða verður ekki séð að það hafi sjálfstæða merkingu að tilgreina ábyrgð vegna sak- bomings sem sjálfskuldarábyrgð. Með slíkri skuldbindingu er ekki gengist í ábyrgð fyrir efndum kröfu á hendur sakbomingi heldur að hann haldi þau skilyrði sem honum hefur verið gert að hlíta, sbr. 2. mgr. 109. gr. Þegar við rof á þeim skilyrðum verður greiðsluskylda ábyrgðarmanns virk enda kemur annað og síðara tímamark ekki til álita á sama veg og þegar gengist er í ábyrgð fyrir efndum kröfu á hendur aðalskuldara.18 3.3 Einföld ábyrgð 3.3.1 Almennt Til að greiðsluskylda ábyrgðarmanns samkvæmt einfaldri ábyrgð verði virk þarf frekari skilyrðum að vera fullnægt en þeim sem gilda um sjálfskuldar- ábyrgð. Svo sem áður hefur verið rætt verður greiðsluskylda samkvæmt sjálf- skuldarábyrgð virk þegar við vanefnd aðalkröfu en sé ábyrgð einföld er jafn- framt áskilið að kröfuhafi haldi sig við aðalskuldara og leiti fullnustu hjá hon- um ef efndir verða fengnar úr hans hendi með tiltækum ráðum. Þessu má nánar lýsa þannig að sjálfskuldarábyrgð sé til tryggingar greiðslu á réttum tíma en einföld ábyrgð feli í sér tryggingu gegn ógjaldfæmi aðalskuldara. Tíðast verður því greiðsluskylda ábyrgðarmanns samkvæmt einfaldri ábyrgð síðar virk en greiðsluskylda samkvæmt sjálfskuldarábyrgð. Einföld ábyrgð er því yfirleitt talin til vara (d. subsidiært ansvar) andstætt því sem á við um sjálfskuldar- ábyrgð (d. principalt ansvar).19 Þær reglur sem gilda um einfalda ábyrgð má rekja allt aftur til Justinianusar keisara í Róm. I Rómarétti var það hagræði sem ábyrgðarmaður naut af því að kröfuhafi varð í fyrstu atrennu að sækja aðalskuldara nefnt beneficium ordinis. Samkvæmt fomum rétti Norðurlanda naut ábyrgðarmaður ekki þessa hagræðis. A grundvelli dómvenju hefur hins vegar meginreglan í dönskum og norskum rétti verið sú um alda skeið að skuldbinding ábyrgðarmanns telst einföld 18 í hliðstæðu ákvæði í 1. mgr. 71. gr. eldri laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála sagði að sökunautur gæti haldið frelsi sínu gegn ábyrgð annars manns. I greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 19/1991 er ekki vikið að því nýmæli að binda ábyrgð arrnars manns fyrir sakboming við sjálfskuldarábyrgð. 19 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 26; Carsten Smith: Garantirett I, bls. 22-23 og 163-164, Garantirett III, bls. 253 og Kausjonsrett, bls. 88. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.