Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Blaðsíða 44
taki einnig til þessara liða.70 Þegar samningsbundnum tilvikum sleppir er hins vegar álitamál hvort aukaliðir aðalkröfu falli undir kröfuábyrgð. Hér verður greint á milli þeirra aukaliða sem aðalskuldari hefur tekið á sig með samningi og þeirra sem fallið hafa á kröfu vegna þess að hún hefur verið vanefnd. 4.4.2 Samningsbundnir aukaliðir Sá samningsbundni aukaliður kröfu sem helst reynir á eru samningsvextir en þeir falla á kröfu venjulega á tímabilinu frá stofnun hennar þar til hún fellur í gjalddaga. Fræðimenn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvort sú regla gildi að kröfuábyrgð taki til vaxta þótt um það hafi ekki beinlínis verið samið.71 Ekki er vitað til þess að þetta álitaefni hafi komið til úrlausnar dómstóla hér á landi. í ljósi þess að vextir af lánum til lengri tíma geta numið töluverðum fjár- hæðum verður sú niðurstaða talin líklegri að kröfuábyrgð taki ekki til vaxta nema fyrir því sé viðhlítandi stoð í skuldbindingu ábyrgðarmanns. Þetta á enn frekar við ef aðalskuldari hefur gengist undir greiðslu hærri vaxta en almennt gerist og gengur á lánamarkaði. A hinn bóginn verður tæplega talið að mikið þurfi til að koma svo að ábyrgðarmaður verði einnig talinn hafa gengist í ábyrgð fyrir vöxtum enda má almennt reikna með að kröfur beri vexti. Þannig getur stundum verið nærtækara að ábyrgðarmaður verði að takmarka skuldbindingu sína að þessu leyti. Um það má til dæmis nefna að gera verður ráð fyrir að ábyrgð taki til vaxta ef ábyrgðarmaður hefur skuldbundið sig með áritun á skuldarviðurkenningu þar sem fram kemur að krafan ber vexti nema hann hafi beinlínis tekið fram að gengist sé í ábyrgð fyrir „höfuðstól“ eða „endurgreiðslu lánsins“ eða „lánsfjárhæðinni“.72 70 í skuldabréfum lánastofnana má oft finna svofellda skilmála: Til tryggingar skilvísri og skað- lausri greiðslu höfuðstóls, vísitöluálags, vaxta, dráttarvaxta, svo og öllum þeim kostnaði, sem leiða kann af vanskilum, málssókn eða öðrum réttargerðum, þar með talin réttargjöld, lögmannsþóknun eða annað, sem skuldara ber að greiða, takast eftirfarandi aðilar á hendur sjálfskuldarábyrgð á láni þessu in solidum. 71 Bernhard Gomard telur að loforð um ábyrgð á kröfu taki einnig til vaxta sem falla á kröfuna þar til hún er greidd eða fallin niður af öðrum ástæðum. Sjá Obligationsret, 4. del., bls. 33. Hans Verner Hojrup telur nærtækara að sá sem ekki vill gangast í ábyrgð fyrir greiðslu vaxta, andstætt því sem almennt tíðkast, taki það fram í ábyrgðaryfirlýsingu sinni. Geri hann það ekki verði að líta svo á að ábyrgðin taki til vaxta sem falla á aðalkröfuna. Sjá Kaution, bls. 37. Á sama máli er Hans Viggo Godsk Pedersen og vísar til UfR 1981. 922. Sjá Kaution, bls. 42-43. H. Krag Jespersen er á hinn bóginn á öndverðri skoðun. Sjá Kaution, bls. 25. Einnig telur Henry Ussing varhugavert að ábyrgð verði talin taka til vaxta en gagnstæð regla haft hins vegar ekki verið staðfest. Sjá Kaution, bls. 48-50. Þá telur Carsten Smith með hliðsjón af réttarframkvæmd að sú frávíkjanlega regla gildi í Noregi að ábyrgð taki ekki til samningsvaxta. Sjá Garantirett III, bls. 211 og Kausjons- rett, bls. 74. 72 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 43; Henry Ussing: Kaution, bls. 50-51. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.