Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Síða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Síða 68
þjónustan sé að þessu leyti ívilnandi ákvörðun. Það er ekki verið að þyngja refsingu hans eða breyta, tildæmd refsing er eftir sem áður sú hin sama. Kemur það ekki síst fram í þeirri staðreynd að fullnusta getur hafist samkvæmt dóms- orði verði skilyrði samfélagsþjónustu rofin, sbr. 4. mgr. 26. gr. 1. 48/1988. Það sem stendur því eftir er mat þess hvort að dómþolinn sé hæfur til að gegna samfélagsþjónustu. Ekki verður séð að sérfræðingar stjómsýslunnar séu verr í stakk búnir til að meta það en dómarar enda fer öll gagnavinnsla svo og viðtöl fram hjá stofnuninni og svo myndi væntanlega einnig vera ef um dóm- stólaákvörðun væri að ræða. Verður í þessu sambandi ekki hjá því komist að geta þess að manni virðist því miður að sú gagnrýni sem komið hefur fram í tengslum við samfélagsþjónustuna sem fullnustuúrræðis einkennast öðru frem- ur af vantrausti á stjómsýslunni og þeim sérfræðingum sem þar starfa. Hví skyldi vera meiri hætta á því að efnisleg niðurstaða þeirra mála sem þeir fjalla um sé byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum? Sú staðreynd að samfélagsþjónusta er ákvörðuð af dómstólum í öðrum ríkj- um gefur okkur ekki vísbendingu um að dómstólaleiðin sé eina „rétta“ leiðin þegar að samfélagsþjónustu kemur. Dæmi eru þess á hinum Norðurlöndunum að ákvarðanir um fullnustuleiðir, sambærilegar við ákvarðanir um samfélags- þjónustu, séu teknar á stjómsýslustigi. Má í því sambandi nefna að í Svíþjóð er heimild í lögum til þess að fullnusta allt að 3 mánaða refsivistardóm með rafrænu eftirliti. í Danmörku er dómþoli, sem dæmdur hefur verið í allt að 2 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur, náðaður að undangeng- inni langri göngudeildarmeðferð og greiðslu sektar en upphæð hennar er breyti- leg eftir tekjum dómþola. Að endingu má minna á það að löngu áður en samfélagsþjónustan kom til sögunnar og enn í dag taka fangelsisyfirvöld ákvarðanir er varða fullnustu dóma þar sem beita þarf huglægu mati. Á þetta er bent í greinargerð með frum- varpi til laga um breytingu á lögum um fangelsi og fangavist en þar segir að ákvarðanir þær er varða samfélagsþjónustu séu ekki veigameiri eða flóknari en aðrar ákvarðanir er varða fullnustu dóma svo sem um hvar afplána eigi refsingu og hvort veita eigi leyfi úr refsivist eða reynslulausn. 62

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.