Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Side 46
liðnum gjalddaga aðalkröfu þótt hann hafi ekki gengist í ábyrgð fyrir greiðslu dráttarvaxta. Ef ábyrgðarmaður hefur hagað skuldbindingu sinni þannig að samningsvextir falli undir ábyrgðina, án þess hann hafi jafnframt gengist í ábyrgð fyrir greiðslu dráttarvaxta, verður að gera ráð fyrir að ábyrgðin taki áfram til samsvarandi vaxta að liðnum gjalddaga aðalkröfu. Annars væri staða ábyrgðarmanns betri að liðnum gjalddaga ef vextir reiknuðust aðeins af aðal- kröfu fram að því tímamarki. Þótt ekki verði talið að kröfuábyrgð taki til dráttarvaxta sem falla á aðal- kröfu, nema þannig hafi verið samið, getur ábyrgðarmaður vitanlega vanefnt skuldbindingu sína gagnvart kröfuhafa þannig að ábyrgðarkrafan sjálf beri dráttarvexti. A þeim dráttarvöxtum annars vegar og dráttarvöxtum sem reiknast af aðalkröfu hins vegar er sá munur að fyrrnefndu dráttarvextimir sem falla sjálfstætt á kröfu á hendur ábyrgðarmanni reiknast frá síðara tímamarki. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 reiknast dráttarvextir af kröfu frá gjalddaga hafi hann verið fyrirfram ákveðinn. Þegar ekki hefur verið samið um gjalddaga kröfu er hins vegar fyrst heimilt að reikna dráttarvexti þegar mánuður er liðinn frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara um greiðslu, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Þótt samið hafi verið um gjalddaga aðalkröfu gildir það ekki gagnvart ábyrgðarmanni enda verður greiðsluskylda hans ekki virk fyrr en að nánari skilyrðum fullnægðum sem eru breytileg eftir tegund ábyrgðar. Þar sem óvíst er fyrirfram hvort reyna mun á ábyrgðina verður ekki talið að ákveðinn gjalddagi ábyrgðarkröfunnar sé umsaminn. Þetta á jafnvel við um sjálfskuldarábyrgð en hún er eins og aðrar ábyrgðir bundin því skilyrði að aðalkrafan hafi verið vanefnd. Samkvæmt þessu falla dráttarvextir á kröfu á hendur sjálfskuldarábyrgðarmanni í fyrsta lagi að liðnum mánuði frá næsta degi eftir gjalddaga aðalkröfu enda hafi hann þá sannanlega verið krafinn um greiðslu. Þegar um einfalda ábyrgð er að ræða verður auk vanefndar aðalkröfu að gera þann áskilnað að sýnt hafi verið fram á að engar efndir verði fengnar úr hendi aðalskuldara. Að slíkri sönnun fenginni reiknast dráttarvextir að liðnum mánuði frá því krafa á hendur ábyrgðarmanni var sannanlega höfð uppi.75 Vafi leikur á að hvaða marki kröfuábyrgð taki til kostnaðar sem fallið hefur á kröfu vegna innheimtu hennar hjá aðalskuldara. Stundum mæla rök með því að slíkur kostnaður geti fallið undir ábyrgð og á það einkum við þegar ábyrgðarmaður hefur beinlínis haft hag af því að reynt var að innheimta kröfuna hjá aðalskuldara.76 Ef eðlilega er staðið að innheimtu eru slíkar aðgerðir til þess fallnar að draga úr hugsanlegu tjóni ábyrgðarmanns. Þegar svo er virðist sú niðurstaða nærtæk að ábyrgðin taki til kostnaðar við innheimtu kröfunnar hjá aðalskuldara. I þessu sambandi kann einnig að skipta máli hvort ábyrgðarmanni 75 Hans Viggo Godsk Pedersen: Kaution, bls. 45-46. 76 Úr danskri dómaframkvæmd má nefna UfR 1943. 132 en í því máli var talið að ábyrgð tæki til kostnaðar við mætingu í þinghald vegna nauðungarsölu þar sem þingsókn væri einnig í þágu ábyrgðarmanns þótt engin fullnusta fengist við söluna. 40

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.