Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2000, Page 61
þessa leið brotið gegn stjórnarskránni. Verður vikið að þessu í lok umfjöll- unarinnar. 2. SAMFÉLAGSPJÓNUSTA SAMKVÆMT IV. KAFLA LAGA UM FANGELSI OG FANGAVIST 2.1 Skilyrði í IV. kafla laga um fangelsi og fangavist er fjallað um samfélagsþjónustu. Þar segir í 22. gr. að hafi maður verið dæmdur í allt að sex mánaða óskilorðsbundna refsivist sé heimilt, ef almannahagsmunir mæla ekki gegn því, að fullnusta refsinguna með ólaunaðri samfélagsþjónustu frá 40 og allt að 240 klukkustunda vinnu. Sé um refsivist að ræða samkvæmt fleiri en einum dómi má samanlögð refsing eigi vera lengri en sex mánuðir. Þegar um er að ræða blandaða dóma, þ.e. þegar hluti refsivistar er skilorðsbundinn, má heildarrefsivistin samkvæmt dóminum eigi vera lengri en sex mánuðir. í 23. gr. eru talin upp skilyrði þess að samfélagsþjónusta komi til álita. Þau eru að dómþoli hafi óskað eftir því skriflega við Fangelsismálastofnun eigi síðar en hálfum mánuði áður en hann átti upphaflega að hefja afplánun refsi- vistar að gegna samfélagsþjónustu í stað afplánunar. Að dómþoli eigi ekki mál til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum þar sem hann er kærður fyrir refsiverðan verknað. Og að lokum að hann teljist hæfur til samfélags- þjónustu. Dómþoli sem uppfyllir fyrrgreint skilyrði um þyngd refsingar fær með boðunarbréfi sínu sent ítarlegt upplýsingablað um samfélagsþjónustu ásamt umsóknareyðublaði. Þar sem stíft er tekið á umsóknarfrestinum er vakin sérstök athygli á honum í bréfinu. í 2. mgr. 24. gr. laganna er að finna undantekningar- ákvæði þar sem heimilað er að víkja frá tímafrestinum ef sérstakar ástæður mæla með því. Samkvæmt venju er ákvæðið skýrt þröngt og hefur í fram- kvæmd sjaldan reynt á það. 2.2 Almannahagsmunir Það er einfalt að kanna hvort hlutlæg skilyrði samfélagsþjónustu séu fyrir hendi. Séu þau ekki uppfyllt er umsóknin ekki tekin til efnislegrar meðferðar að undanskildum þeim tilvikum þegar látið er reyna á fyrrgreint undantekningar- ákvæði. Það þarf hins vegar nákvæmrar skoðunar við þegar að hinu huglæga mati kemur. Er þá átt við mat á því hvort almannahagsmunir mæli gegn fulln- ustu með samfélagsþjónustu svo og hvort að dómþoli teljist hæfur til að gegna henni. í frumvarpi til laga um viðauka við almenn hegningarlög, sem var lagt fram upphaflega, er fjallað um almannahagsmuni og er það sem þar segir tekið orð- rétt í frumvarp til laga um samfélagsþjónustu. Þar segir að ein af grundvallar- forsendum viðurlagakerfisins sé að refsingar hafi almenn og einstaklingsbundin vamaðaráhrif í för með sér. Þar sem samfélagsþjónusta hafi verið tekin upp hafi 55

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.