Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 21
starfa samkvæmt tveimur öðrum samningum á vegum Sameinuðu þjóðanna, sbr. 14. gr. samningsins um afnám alls kynþáttamisréttis og 22. gr. samningsins um bann við pyndingum og annarri grimmilegri og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, ef ríki samþykkja slíka kæruleið með sérstakri yfirlýs- ingu.19 Enginn vafi leikur á því að í úrlausnum þessara alþjóðlegu stofnana, sérstak- lega Mannréttindadómstóls Evrópu, hafa ákvæði viðkomandi samninga verið gædd lífi og löguð að breyttum kringumstæðum í þjóðfélaginu með framsæk- inni túlkun. Þau eru í dag þrungin inntaki sem mótast hefur í áranna rás og eng- inn sá fyrir þegar samningamir voru samþykktir. Eftirlit með skuldbindingum ríkja samkvæmt samningunum tveimur um efnahagsleg og félagsleg réttindi hefur mestmegnis farið fram með skýrslugerð aðildarríkja til alþjóðlegra nefnda, sbr. 21. gr. Félagsmálasáttmála Evrópu og 16. gr. samningsins um efna- hagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. I skýrslunum lýsa aðildarríki ráð- stöfunum sínum til að koma réttindum í framkvæmd og nefndimar álykta síð- an um frammistöðuna og gera tillögur um úrbætur.20 Þrátt fyrir ákveðna fram- þróun í túlkun ákvæðanna um vernd réttinda með þessum hætti hefur hún ver- ið mun hægari en á sviði borgaralegra og stjómmálalegra réttinda. Ætla má að þessi aðstaða hafi líka haft hamlandi áhrif á vemd réttindanna í innanlandsrétti, ýtt undir viðhorf um að þau séu ekki lagaleg og ekki verði byggður réttur á þeim.21 8. ÞRÓUN UNDANFARINN ÁRATUG í VERND RÉTTINDA HJÁ ALÞJÓÐASTOFNUNUM Þrátt fyrir hægfara þróun í vemd efnahagslegra og félagslegra réttinda á alþjóðlegum vettvangi hefur þeim vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Hefur framsækin túlkun alþjóðlegra stofnana á eðli og inntaki borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda leitt til þess að hin hefðbundna flokkun mannréttinda í neikvæð og jákvæð réttindi, athafnaleysi og skyldur verður æ óljósari, enda 19 Þess má geta að íslenska ríkið hefur gefið yfirlýsingu um að það samþykki vald fyrrgreindra nefnda til þess að fjalla um kærur einstaklinga á hendur sér um brot á ákvæðum samninganna. 20 Þess má geta að könnun á skýrslum aðildarríkja er einnig eitt helsta úrræðið í öðrum samningum á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að fylgjast með því hvemig aðildarríki hafa framkvæmt ákvæði þeirra. Kveðið er á um skyldu aðildarríkja til að skila slíkum skýrslum í 40. gr. Alþjóða- samnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi, 9. gr. Samnings um afnám alls kynþáttamis- réttis, 18. gr. Samnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum, 19. gr. Samnings um bann við pyndingum og 44. gr. Samnings um réttindi bamsins. 21 Martin Scheinin: „Economic and Social Rights as Legal Rights“, bls. 43. I svokölluðum Limburg reglum um það hvernig efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum verði komið í framkvæmd er lögð áhersla á að aðildarríki að samningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi veiti raunhæf úrræði til að réttindum verði framfylgt innanlands, þar með talinn lagalega framkvæmanlegan rétt þar sem við á. Nefnd sem starfar samkvæmt samningnum hefur samþykkt reglur þessar og starfar samkvæmt þeim (Sþ skjal E/CN.4/1987/17). 89

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.