Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 63
5. Útgáfustarfsemi Tímarit lögfræðinga kom að venju út fjórum sinnum á starfsárinu. Ritstjóri tímaritsins er Friðgeir Bjömsson dómstjóri og þakkar stjóm Lögfræðingafélags Islands honum afar vel unnin störf. Steinunn Guðbjartsdóttir er framkvæmda- stjóri Tímarits lögfræðinga og eru henni einnig færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu tímaritsins. Auk útgáfu Tímarits lögfræðinga gefur lögfræðingafélagið út fréttabréf félagsins. Fréttabréfið kemur út nokkrum sinnum á ári og þar birtast einkum til- kynningar til félagsmanna um það sem framundan er í starfsemi félagsins. Jafn- framt er fréttabréfið vettvangur fyrir efni sem lögfræðingar kjósa að koma á framfæri og er ástæða til þess að hvetja félagsmenn til þess að hafa samband ef um slíkt er að ræða. Nú er endurprentun eldri hefta Tímarits lögfræðinga lokið þannig að félagið á nú til sölu heildstætt safn allra hefta sem komið hafa út frá upphafi. Fyrirhug- að er að vinna markvisst að sölu á heildarsafninu en jafnframt hefur verið tek- in upp sú nýbreytni að bjóða nýútskrifuðum lögfræðingum eins árs endurgjalds- lausa kynningaráskrift að tímaritinu. Þess má geta að nú árið 2000 er gefinn út 50. árgangur Tímarits lögfræðinga þannig að útgáfa þess stendur á tímamótum. Það er mat stjórnar lögfræðingafélagsins að félagsmenn séu almennt ánægðir með ritið og innlegg þess í fræðilega umfjöllun á vettvangi lögfræðinga. Það er von stjómarinnar að tilvist Tímarits lögfræðinga hvetji starfandi lögfræðinga til þess að sinna fræðastörfum og virðist svo sem framboð á fræðigreinum til birt- ingar í ritinu hafi verið að aukast í seinni tíð. 6. Norrænt samstarf Lögfræðingafélag íslands tekur þátt í samstarfi á vettvangi heildarsamtaka lögfræðinga á Norðurlöndum. Ársfundur skrifstofa norrænu lögfræðingafélag- anna var að þessu sinni haldinn í Helsinki dagana 14.-17. júní sl. Fundinn sótti Brynhildur Flóvenz, framkvæmdastjóri lögfræðingafélagsins. Þar var m.a. fjall- að um upplýsingar og samskipti, s.s. heimasíður og upplýsinganet af ýmsu tagi, félagaskrár og netfangaskrár, nýja þjónustu, m.a. við nýja og unga félaga, og hvað félög lögfræðinga á Norðurlöndum geti gert til þess að mæta nýjum kröf- um um laun og ráðningarkjör og almennt um setningu markmiða til lengri og skemmri tíma, ákvarðanatöku og mannauð. 7. Gjöf til lagadeildar Lögfræðingafélag íslands og Hollvinafélag lagadeildar Háskóla íslands aflientu lagadeild sameiginlega skjávarpa að gjöf við útskriftarathöfn laganema í Lögbergi þann 24. júní sl. Um er að ræða fyrsta skjávarpann sem lagadeild eignast og með því vildu félögin sýna í verki stuðning við það mikilvæga fræðslustarf sem unnið er innan lagadeildar og leggja sitt af mörkunt til þess að kennarar við deildina geti á hverjum tíma nýtt nýjustu upplýsingatækni við störf 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.