Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 15
Um framfærslurétt eru ákvæði í 70. og 71. gr. stjskr. Þær stjómarskrárgreinar eru þó eins og næsta grein á undan fyrst og fremst stefnuyfirlýsingar en hafa takmarkaða réttarlega þýðingu, þar sem löggjafanum er að mestu leyti í sjálfsvald sett, hverjar reglur hann setur um efnið.9 Af þessu ummælum má álykta að 70. gr. hafi ekki verið talin fela í sér nein efnisleg réttindi. Þó er vert að íhuga merkingu orðanna að löggjafanum sé „að mestu“ í sjálfsvald sett hverjar reglur hann setur um efnið. Ætla má að höfð séu í huga sjónarmið, sem gæta beri að við lagasetningu almennt, til dæmis óskráðra grundvallarreglna uin jafnræði. Varasamara er að álykta af þessu að ákvæðið setji löggjafanum skorður sem markist af ótilgreindum lágmarksrétt- indum. í nánari umfjöllun um það hvemig markmið 70. gr. birtist í almennri löggjöf segir Ólafur: ... með lögum um almannatryggingar, nú 1. 24/1956 ... hefur miklu af þeim styrkja- greiðslum, sem áður töldust til sveitarstyrks, verið breytt í einskonar tryggingarform og bótagreiðslur, og fylgir þeim þá engin réttarskerðing.10 Við fyrstu sýn má ætla að með þessari tilvísun til réttarskerðingar sé geng- ið út frá að ákvæðið vemdi að einhverju marki efnislegan rétt. Hitt kann þó að vera líklegra að hér sé skírskotað til réttarskerðingar, sem áður fyrr leiddi lög- unt samkvæmt af því að þiggja sveitarstyrk, en með því að almannatryggingar hafi leyst slíka styrki af hólmi á tilteknum sviðum hafi þess ekki lengur gætt að réttindi viðtakandans skertust af þeim sökum.* 11 5. BREYTTU STJÓRNARSKIPUNARLÖG 97/1995 INNTAKI RÉTT- INDANNA SEM UM RÆÐIR í 1. MGR. 76. GR.? Eins og áður hefur verið lýst reyndi aldrei á að dómstólar tækju af skarið um hvað fælist í 70. gr. stjórnarskrárinnar áður en breytingar voru gerðar á mann- réttindaákvæðum stjómarskrárinnar með stjskl. 97/1995. Því liggur beint við að spyrja hvort þær breytingar hafi á einhvem hátt breytt inntaki efnahagslegra og félagslegra réttinda sem nú eru vemduð í stjómarskránni. Þegar lögskýringargögn eru könnuð, einkum greinargerð með frumvarpinu sem varð að stjskl. 97/1995, kemur í ljós að þar er ekki orðað sem sérstakt markmið að víkka eða rýmka þá vemd sem 70. gr. veitti fyrir. Eins og með önn- ur ákvæði mannréttindakaflans var talið eðlilegt að færa orðalag þess til nútímahorfs. Mikilvægustu nýmælin á sviði efnahagslegra og félagslegra rétt- inda voru talin 2. mgr. 75. gr. varðandi rétt til að semja um starfskjör og önnur 9 Ólafur Jóhannesson: Stjómskipun íslands, bls. 468. 10 Ólafur Jóhannesson: Stjómskipun Islands, bls. 469. 11 Allt frá tilsk. 6. janúar 1857 var það skilyrði kosningaréttar að maður stæði ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk. Það skilyrði var afnumið með stjskl. 22/1934. Sbr. Gunnar G. Schram: Stjómskipunarréttur, bls. 199. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.