Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 46
framkvæmanleg, skiljanleg, birt og almenn,8 svo eitthvað sé nefnt. Réttarríki, í þessurn skilningi, stendur þannig ekki til þess að eignarréttindi, tjáningarfrelsi eða önnur efnisleg réttindi, sem færa mætti rök fyrir, njóti verndar laganna. Ef þessi þröngi skilningur er lagður í réttarríkishugtakið er það jafnvel ekki því til fyrirstöðu að lög ákveðins samfélags mæli fyrir um eða leyfi háttsemi sem aug- ljóst er að er siðferðilega röng eða óréttlát, enda geta slík lög verið birt, vel fram- kvæmanleg, skýr og skiljanleg og almenns eðlis.9 Með því að leggja þröngan skilning í réttarríkishugtakið er ekki þar með sagt að ekki eigi að gera ýmsar efnislegar kröfur til laganna, svo sem þá að lögin eigi að vera réttlát og tryggja borgurunum ýmis réttindi. Það horfir hins vegar til skýrleika að halda réttarríkishugtakinu aðgreindu frá því ástandi þegar lögin fullnægja öllum kröfum siðferðis. A grundvelli slíks réttarríkishugtaks getum við þá sagt að tiltekin lög séu ófullkomin þegar af þeirri ástæðu að þau fullnægja ekki kröfum réttarríkis, jafnvel þótt okkur greini á um hvert nánara efni laganna eigi að vera. Við getum verið sammála um að slík lög séu slæm í þeim (tækni- lega) skilningi að þau eru ekki líkleg til að ná þeint frumtilgangi sínum að hafa áhrif á háttsemi fólks. Þótt nauðsynlegt sé að lög fullnægi kröfum réttarríkis til að teljast fyllilega góð felst þannig engin mótsögn í því að færa rök fyrir því að meira þurfi að koma til að svo verði.10 Færa má önnur rök fyrir réttarríkinu en þau siðferðilega hlutlausu sjónarmið sem að framan greinir. Þessi rök eru reist á þeirri hugmynd að enda þótt lög séu almennt æskileg til þess að menn geti nýtt sér ákveðin gæði svo sem líf sitt og 8 Vekja ber athygli á því að kröfunni um að lög séu almenn samkvæmt réttarríkinu má ekki rugla saman við það að lög skuli ekki mismuna mönnum. Krafan um að lög séu almenn samkvæmt rétt- arríkinu beinist að því að lögin séu almennar og óhlutbundnar reglur í stað þess að miðast við hvert einstakt tilvik eða vera samansafn einstaklingsbundinna ákvarðana. Þótt þessu skilyrði sé fullnægt er ekki þar með sagt að jafnræði samfélagsþegnanna sé tryggt að lögum. 9 Islenska umfjöllun um réttam'kishugmyndina má til dæmis finna í VIII. kafla í greinasafni Garð- ars Gíslasonar: Eru lög nauðsynleg? Reykjavík 1991. Einnig má vísa til 11. kafla greinasafns J. Raz: The Authority of Law, Oxford 1979, og J. Finnis: Natural Law and Natural Rights, bls. 270- 276, Oxford 1981. Eins og í tilvitnuðum heimildum er hér lagður þröngur skilningur í réttarríkis- hugtakið. 101 grein Ragnars Aðalsteinssonar: ... „einungis eftir lögunum“, Ulfljótur, 4. tbl. 2000, bls. 569, telur höfundur að í réttarríkinu felist einnig að ríkisvaldið sé takmarkað af mannréttindum. Rök höf- undar virðast einkum vera þau að í dag sé algengara meðal fræðimanna og í alþjóðlegum sam- þykktum að miðað sé við slíkt hugtak og „réttarríkishugmynd sem einungis byggir á því að hinna formlegu skilyrða sé gætt, sé arfur liðinnar tíðar". (bls. 584). Við greiningu hugtaka á sviði siðfræði og stjómspeki skiptir að mínu mati mjög takmörkuðu máli hvaða skilningur á þeim er í tísku á hverjum tíma þótt það efni verði ekki rætt sérstaklega hér. Er því ekki unnt að líta á það sem sjálf- stæða röksemd fyrir afmörkun Ragnars á réttarríkinu að fylgismenn hans séu margir og áhrifamikl- ir. Þá eru það ekki rök í þessu sambandi að mikilvægt sé að ríkisvaldið virði mannréttindi, enda er engin afstaða tekin til þess með því að leggja þröngan skilning í réttarríkishugtakið. Að lokum er ekkert sagt um siðferðilegt gildi réttarríkisins með því að afmarka það þröngt með áðumefndum hætti. Eins og síðar er vikið að í greininni má færa rök að því að réttarríkið hafi ótvírætt siðferði- legt gildi þótt það sé eingöngu látið vísa til formlegra einkenna laganna og sé að meginstefnu hlut- laust að því varðar efni þeirra. 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.