Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 18
6. ALÞJÓÐASAMNINGAR UM EFNAHAGSLEG, FÉLAGSLEG OG
MENNINGARLEG RÉTTINDI
Með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1948
náðist í fyrsta skipti alþjóðleg samstaða um að telja efnahagsleg, félagsleg og
menningarleg réttindi til grundvallar mannréttinda og að stefna skyldi að virkri
vemd þeirra með skuldbindandi alþjóðasamningum. I yfirlýsingunni voru talin
í þrjátíu greinum öll mannréttindi án nokkurs greinarmunar eða flokkunar eftir
eðli þeirra. Efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindin eru til umfjöll-
unar í 22.-27. gr. yfirlýsingarinnar og eru þau í stuttu máli eftirfarandi: Réttur
til félagslegs öryggis (22. gr.), réttur til vinnu og hagstæðra vinnuskilyrða (23.
gr.), réttur til hvíldar og frístunda (24. gr.), réttur til viðunandi lífsskilyrða og
réttur mæðra og bama til aðstoðar (25. gr.), réttur til menntunar (26. gr.) og rétt-
ur til að taka frjálsan þátt í menningarlífi þjóðfélagsins (27. gr.). Mannréttinda-
yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna lagði grunninn að alþjóðlegri samningsgerð á
sviði mannréttinda, bæði innan Sameinuðu þjóðanna og í samvinnu Evrópu-
ríkja.17
Islenska ríkið er aðili að tveimur rnegin alþjóðasamningum um efnahagsleg,
félagsleg og menningarleg réttindi, eins og áður hefur komið fram, og báðir
útfæra nánar réttindi sem birtast í 22.-27. gr. mannréttindayfirlýsingarinnar.
Þetta eru Félagsmálasáttmáli Evrópu frá 1961 sem var fullgiltur af íslandi 1976
og Alþjóðasamningur Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og
menningarleg réttindi frá 1966, fullgiltur af íslands hálfu 1979. Að auki taka
ýmsir aðrir samningar, sem Island er aðili að, til þessara réttinda að hluta, þar
sem þeir miða að heildarvernd allra réttinda fyrir ákveðna hópa þjóðfélagsins.
1 Samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis frá 1965 er til
dæmis eitt ákvæði helgað þessum réttindum. Þannig telur e-liður 5. gr. samn-
ingsins helstu efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindin, sem
tryggja ber öllum jafnt án nokkurs greinarmunar vegna kynþáttar, litarháttar,
þjóðernis- eða þjóðlegs uppruna. Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám
allrar mismununar gagnvart konum frá 1979 hefur það markmið að tryggja
þeim öll réttindi jafnt á við karla með sérstakri áherslu þó á efnahagsleg og
félagsleg réttindi, til dæmis með afnámi mismununar á vinnumarkaði. í Samn-
ingi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá árinu 1989 eru öll réttindi tal-
in jafnt án þess að byggt sé á flokkun réttinda eftir eðli þeirra.
Félagsmálasáttmáli Evrópu (FSE) og Alþjóðasamningur um efnahagsleg,
félagsleg og menningarleg réttindi (SEFMR) eru mjög samsvarandi að efni til.
Helstu réttindi, sem þeir ná til, verða nú talin hér í mjög stuttu máli til að gefa
yfirlit yfir efni þeirra, með vísan til viðeigandi greinarnúmera samninganna:
17 Itarlega umfjöllun urn hvert ákvæða mannréttindayfirlýsingarinnar má m.a. finna í ritinu: The
Universal Declaration of Human Rights. A Common Standard of Achievement. Eds. Guðmundur
Alfreðsson og Asbjöm Eide.
86