Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 50
fyrsta stað spurningar um að hve miklu leyti mat stjómvalda sé óhjákvæmilegt.
Að því svöruðu er hægt að taka afstöðu til þess hvort mat stjómvalda sé ávallt
óæskilegt og þá í hvaða tilvikum. Þessar spumingar krefjast þess að fyrst sé hug-
að stuttlega að eðli réttarreglna.
4.1 Lög og réttarreglur
I hverju lögbundnu samfélagi eru til staðar tilteknar aðferðir við að álykta um
réttarreglur og þannig slá því föstu hverrar háttsemi lögin krefjast. Þessar
aðferðir eru að meginstefnu einfaldar og á flestra færi. Þannig nægir flestum að
þekkja helstu réttarheimildir samfélags síns og kunna að skilja efni þeirra.
Flestir Islendingar vita til dæmis að texta, sem stafar frá Alþingi og merktur er
lög, er ætlað að hafa réttarheimildalegt eða lagalegt gildi. Kunnátta við að
kynna sér þennan texta nægir oft til þess að sá sem hlut á að máli átti sig á þeim
reglum sem af honum verða dregnar. Þannig geta allflestir íslendingar dregið þá
ályktun af lestri 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að til sé réttarregla
um að maður megi ekki viljandi svipta annað fólk lífi.
Réttarheimildimar eru þó ekki allar jafnskýrar og settur lagatexti. Innbyrðis
samband réttarheimildanna getur einnig valdið vafa urn hvaða regla gildir um
hvaða tilvik. Sett lög mæla til dæmis oft fyrir um ósamrýmanlega háttsemi að
meira eða minna leyti. Þótt við höfum áður ályktað að manndráp sé óheimilt
skv. 211. gr. almennra hegningarlaga leiðir af 12. gr. sömu laga að manndráp í
þágu neyðarvarnar er heimilt. I þessu tilviki og öðrum þarf að samræma réttar-
reglurnar hverja með tilliti til annarrar. Réttarheimildirnar þarf einnig að sam-
ræma með hliðsjón af því að surnar réttarheimildir eru öðrum æðri, til dæmis er
stjórnarskráin æðri settum lögum, sett lög ganga frarnar venjum o.s.frv. Þetta
samband réttarheimildanna er þó ekki alltaf augljóst eða óumdeilt. Lögfræðin
fæst við að flokka réttarheimildimar og fjalla um réttar aðferðir við meðhöndl-
un þeirra. Lögfræðin er þannig mikilvæg fyrir viðgang laganna, sérstaklega í
flóknu réttarkerfi nútímasamfélaga.13
Samkvæmt framangreindu geta ýmis atriði valdið ágreiningi um hvað séu
gildandi lög í samfélaginu. Sagan sýnir best að þessi ágreiningur kemur upp
þrátt fyrir viðleitni lögfræðinnar til að skýra efni gildandi laga. Lagalegur
ágreiningur kemur einnig upp þó að í samfélaginu séu til sérstakar stofnanir,
sem skera úr um hvað séu gildandi lög, og úrlausnir þeirra séu að meginstefnu
lagðar til grundvallar sem fordæmi upp frá því. Allt þetta gefur vísbendingu um
að lögin séu ekki eins tæknilega fullkomin eins og látið var að liggja við
umfjöllun um lögmætisregluna og réttarríkið hér að framan.
13 Nánari umfjöllun um ályktanir um réttarreglur og erlendar kenningar í því sambandi má t.d.
finna í grein höfundar „Um hina einu lögfræðilega réttu niðurstöðu", sbr. neðanmálsgrein nr. 1.
118