Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 5
Það er vissulega svo að í réttarfarslögunum er gert ráð fyrir því að dómari geti undir sérstökum kringumstæðum ákveðið að þinghald skuli fara fram fyrir luktum dyrum til verndar aðilum og vitnum. Þar er um lögbundin tilvik að ræða og til dæmis er ekki gert ráð fyrir því að aðilar geti krafist þess að þinghald sé lokað án þess að þessum lögbundnu tilvikum sé til að dreifa. Hér má spyrja í fullri alvöru, er ekki ástæða til þess að aðilar einkamáls geti komið sér saman um að þinghald skuli vera lokað án þess að fyrir því séu kunngerðar sérstakar ástæður? Það mætti jafnvel hugsa sér að sakborningur í opinberu máli gæti far- ið fram á hið sama með samþykki saksóknara. I þessu sambandi er rétt að minna á að í Mannréttindasáttmála Evrópu er að finna svohljóðandi ákvæði í 1. mgr. 6. greinar: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar máls- meðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum. Dóm skal kveða upp í heyranda hljóði, en banna má frétta- mönnum og almenningi aðgang að réttarhöldunum að öllu eða nokkru af siðgæðis- ástæðum eða með tilliti til allsherjarreglu eða þjóðaröryggis í lýðfrjálsu landi eða vegna hagsmuna ungmenna eða vemdar einkalífs málsaðila eða, að svo miklu leyti sem dómstóllinn telur brýna nauðsyn bera til, í sérstökum tilvikum þar sem opinber frásögn mundi torvelda framgang réttvísinnar. Hér er bæði kveðið á um rétt manna til opinberrar málsmeðferðar og til þess að þinghöld séu lokuð. Málsaðilar eiga rétt á að einkalíf þeirra sé vemdað og má velta því fyrir sér hver myndi verða túlkun mannréttindadómstólsins á þeim rétti. Eru ekki líkur á því að sú túlkun yrði svo rúm að undantekningarákvæði íslensku réttarfarslaganna yrðu talin of þröng? Um það verður að sjálfsögðu ekkert fullyrt. En það má spyrja þeirrar spurningar hvort einhver ástæða sé til þess að hafa þinghöld opin t.d. í málum um nágrannakrit sem öllum finnst bros- legur nema þeim sem í honum eiga? Ættu aðilar slíkra mála ekki að eiga rétt á því að sammælast um það að þinghald sé lokað? Það umhugsunarefni sem drepið er á hér að framan er ekki nýtt af nálinni. Má til dæmis nefna að Stephan Hurwitz spyr að því í bók sinni Tvistemaal, sem gefin var út árið 1941, hvort ekki sé ástæða til þess að loka þinghöldum séu aðilar sammála um það, í því samhengi að opin þinghöld geti fælt menn frá því að leita til dómstólanna með deilumál sín. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.