Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 62
Þann 26. apríl 2000 kl. 20.30 var lialdinn í Odda fundur um frumvarp til laga um persónuvemd og meðferð persónuupplýsinga og helstu breytingar frá gild- andi rétti samkvæmt lögum nr. 121/1989. Framsögumenn voru Páll Hreinsson, prófessor og formaður tölvunefndar, og Sigrún Jóhannesdóttir, framkvæmda- stjóri tölvunefndar. Fundarmenn voru 64 talsins. Þann 18. maí 2000 var haldinn á Hótel Sögu morgunverðarfundur urn fram- kvæmd stjórnsýslulaga og löggjafar um starfsmenn hins opinbera - álitamál í ljósi nýlegra álita umboðsmanns Alþingis. Frummælendur voru Tryggvi Gunn- arsson, umboðsmaður Alþingis, og Ásmundur Helgason, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis. Á fundinum var jafnframt kynnt ný heimasíða umboðsmanns Alþingis. Þátttakendur á fundinum voru 65 að tölu. Þann 25. september 2000 kl. 20.30 var haldinn í Odda fundur um ísland og Schengensamstarfið. Frummælandi var Högni S. Kristjánsson, lögfræðingur og sendiráðunautur í utanríkisráðuneyti. Hann gerði ítarlega grein fyrir því hvað fælist í skuldbindingum Schengen-samkomulagsins og miklar umræður spunn- ust um ýmsar hliðar þess máls. Fundarmenn voru 26 talsins. Þann 6. október 2000 var árlegt málþing lögfræðingafélagsins haldið á Grand Hótel, Reykjavík. Að þessu sinni var umfjöllunarefnið lögfræðileg álita- efni í tengslum við stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra setti málþingið en málþingsstjóri var Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneyt- isstjóri. Frummælendur voru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sem fjallaði um stjórnsýsluna, hlutverk og kröfur, Páll Hreinsson prófessor nefndi fyrirlestur sinn „Handverk stjórnsýslunnar“, Ólafur Jóhannes Einarsson lögfræðingur fjallaði um andmælareglu stjórnsýsluréttar í ljósi nýrra dóma, Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur flutti fyrirlestur um ólögfest verkefni sveitarfélaga og Kristján Andri Stefánsson deildarstjóri fjallaði um lögmætis- regluna og þjónustugjöld. Þátttakendur voru um 250 talsins og var þingið hið næstfjölmennasta í sögu félagsins. Fjölmennast var málþing haldið árið 1991 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði sem 325 lögfræðingar sóttu. 4. Móttaka fyrir nýútskrifaða lögfræðinga Að venju var nýútskrifuðum lögfræðingum boðið til móttöku á vegum stjómar félagsins í því skyni að kynna þeim starfsemi félagsins. Móttakan fór fram þann 31. maí 2000 í Borgartúni 6 og mættu rúmlega 30 manns til hennar. í móttökunni gerði formaður félagsins m.a. grein fyrir því nýmæli að öllum nýútskrifuðum lögfræðingum er nú boðin eins árs áskrift að Tímariti lögfræð- inga þeint að endurgjaldslausu. Með þeim hætti vill félagið kynna ungum lög- fræðingum efni tímaritsins og vekja athygli á gildi þess fyrir starfandi lögfræð- inga. 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.