Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 42
ferðilega rétt eða röng; ekki heldur það að gera það sem manni sýnist hverju
sinni.
Samkvæmt framangreindu leiða efasemdir um tilvist siðferðis ekki sjálfkrafa
til þess að hvers konar umfjöllun um siðferðilegt gildi laganna sé haldlaus eða
ófræðileg. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er reist á þeini forsendu að unnt sé
að komast að niðurstöðu um siðferðileg efni, án þess að reynt verði sérstaklega
að sýna fram á tilvist siðferðilegra verðmæta eða afsanna þau. Efasemdir um til-
vist siðferðis ráða því ekki úrslitum um það efni sem hér er til umfjöllunar held-
ur eru þær öllu heldur sjálfstætt álitaefni sem l’ellur utan viðfangsefnis þessarar
greinar.
2.2 Siðferðilegur ágreiningur
Fullyrðingar um hvernig við eigunr að haga athöfnum okkar eru almennt
reistar á mati á því hvað sé gott, verðmætt eða hafi gildi eins og áður segir.
Flestir telja til dæmis að betra sé að vera lifandi en dauður. Ef fallist er á að líf-
ið sé gott verður ályktað um enn önnur gildi, til dæmis að betra sé að vera heill
en sjúkur, hraustur en linur. Þessi síðamefndu gildi, heilsuna og líkamshreyst-
ina, má nefna afleidd þar sem að þau verða rökstudd með vísan annars gildis.
Sum gildi, eða lífsgæði eins og þau eru einnig nefnd, verða hins vegar ekki rök-
studd með vísan til einhverra annarra gilda. Slík gildi eða verðmæti má nefna
endanleg eða frumleg (e. final values, basic values).
Fá eða engin siðferðileg verðmæti eru óumdeild. Því kann jafnvel að vera
mótmælt að lífið hafi gildi nema að því leyti sem það sé forsenda þess að mað-
urinn geti notið vellíðunar. Slík fullyrðing er á því reist að lífið hafi ekki endan-
legt gildi heldur ánægjan eða vellíðunin. Samkvæmt þessari skoðun er lífið ekki
þess virði að því sé lifað ef það felst eingöngu í þjáningum án vonar um að úr
rætist. Af þessu ólíka verðmætamati leiðir til dæmis mismunandi afstöðu til
líknardráps, fóstureyðinga og fleira. Með svipuðum hætti leiðir mismunandi
verðmætamat til ólíkra niðurstaðna um hvernig haga beri grunnskipan sanrfé-
lagsins. Sem dæmi má nefna álitamál um hvort lýðræði (í einhverri mynd) hafi
endanlegt gildi eða hvort lýðræðisfyrirkomulag sé eingöngu heppilegt tæki til að
ná öðrum markmiðum, svo sem að tryggja eftir föngurn að lög samfélagsins
verði réttlát gagnvart borgurunum. Með svipuðum hætti má deila um gildi lag-
anna. Kenningar, sem kenndar hafa verið við náttúrurétt, standa til þess að lög-
in hafi siðferðilegt gildi, eða séu góð í sjálfu sér, sökum þess að án laga geti
borgararnir ekki fullnustað lífsgæði sín. í sumum kenningum í ætt við vildarrétt
er því hafnað að lögin séu góð í sjálfu sér og fremur litið á lögin sem tæki sem
nota megi jafnt til góðs og ills. í öðrum kenningum sem kenndar eru við vildar-
rétt er lagt til grundvallar að úr siðferðilegu gildi laganna verði ekki skorið með
aðferðum vísinda og fræða. Að gildi laganna verður vikið hér síðar.
Eins og áður segir verður ágreiningur um hvað hafi endanlegt gildi, eða gildi
í sjálfu sér, ekki leiddur til lykta með aðferðum raunvísinda. Hvorki verður sýnt
fram á að ákveðin endanleg verðmæti séu til eða ekki til þannig að allir sannfær-
110