Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 27
að ákvæðið myndi væntanlega ná til flestra efnahagslegra og félagslegra rétt- inda, miðað við þessa skilgreiningu ef á reyndi. Með þessu hafa í reynd opnast leiðir til þess að kanna efnislega úrlausn um þessi réttindi út frá því hvort dóm- stólar aðildarríkja leggja lögmæt sjónarmið til grundvallar við meðferð máls. Er fyrrgreint mál Schuler-Zgraggen sérstaklega athyglisvert að þessu leyti.33 Einu sinni sem oftar, í málum sem varða efnahagsleg og félagsleg réttindi, varð milli- ganga reglunnar um bann við mismunun til þess að skorið var úr um réttindi af þessu tagi. 9. ÞRÓUN í INNANLANDSRÉTTI AÐILDARRÍKJA AÐ MANNRÉTT- INDASAMNINGUM 9.1 Stjórnarskrárbreytingar í Evrópuríkjum Samhliða þróun, sem nú hefur verið lýst varðandi aukna áherslu á efnahags- leg og félagsleg réttindi á alþjóðlegum vettvangi, hafa orðið ýmsar breytingar í sömu átt í innanlandsrétti ríkja á undanfömum áratug. I nýjum stjórnarskrám ríkja Mið- og Austur-Evrópu, sem orðið hafa aðilar að Mannréttindasáttmála Evrópu á þessum tíma, eru réttindi af þessum toga almennt fest með jafn af- dráttarlausum hætti og borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi þótt ekki sé komin reynsla á hvort eða hvemig þeim verður beitt af dómstólunum sem lagalegum réttindum. Nærtækara er að líta til nágrannalanda okkar en Norðurlöndin em vafalaust meðal þeirra ríkja sem hvað lengst hafa náð til að koma á fót velferð- arkerfi og tryggja þegnum sínum margvísleg efnahagsleg og félagsleg réttindi. Engar stórfelldar breytingar hafa þó almennt orðið á stjómarskrám Norðurlanda á síðustu ámm nema þeirri íslensku og finnsku. Víðtækar breytingar voru gerð- ar á mannréttindaákvæðum finnsku stjómarskrárinnar árið 1995. Þar er nú nokkuð ríkari áhersla lögð á vernd efnahagslegra, félagslegra og menningar- legra réttinda heldur en í ákvæðum íslensku stjómarskrárinnar eftir breytingarn- ar með stjskl. 97/1995. Norðmenn og Danir búa enn við mannréttindaákvæði í stjómarskrám sínum sem byggja að stofni til á uppranalegum stjómarskrám ríkjanna, grundvallar- lögum Noregs frá 1814 og Danmerkur frá 1849, þótt ýmsar breytingar hafi ver- ið gerðar til að laga þessi ákvæði og bæta nýjum við. Aðeins er vikið lítillega að efnahagslegum og félagslegum réttindum í þessum stjórnarskrám, sbr. til dæmis 2. mgr. 75. gr. í dönsku grundvallarlögunum, sem er efnislega sambæri- leg 1. mgr. 76. gr. íslensku stjómarskrárinnar eins og áður er lýst. Nýju ákvæði var bætt við stjómarskrá Noregs árið 1995 með sérstakri tilvísun til skuldbind- inga í alþjóðlegum mannréttindasamningum. Tengdist sú breyting lögfestingu mannréttindasamninga í Noregi eins og nánar verður rakið hér á eftir. Mannrétt- indaákvæði stjómarskrár Svíþjóðar leggja megináherslu á ýmis frelsisréttindi en minni á efnhagsleg og félagsleg réttindi, að frátöldum ákvæðum sem varða 33 Martin Scheinin: „Economic and Social Rights as Legal Rights", bls. 49. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.