Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 44
3. LÖG OG STJÓRNSÝSLA Með sama hætti og menn hefur greint á um siðferði hefur þá greint á um hvort lög séu almennt æskileg og þá hvert eigi að vera nánara efni þeirra. Ýmsar kenn- ingar hafa verið settar fram um að lög séu almennt af hinu illa og sú valdbeiting sem felist í lögunum sé sambærileg hverju öðru ofbeldi eða kúgun.4 5 Aðrar hug- myndir standa til þess að viðurkenna gildi laganna, að minnsta kosti að ein- hverju marki. 3.1 Almenn réttlæting laganna Lágmarksréttlæting laganna, ef svo má að orði komast, styðst einfaldlega við það gagn sem lögin hafa við það að tryggja líf og limi manna í samfélagi. Þessi rök koma til dæmis fram í máli Þorgeirs Ijósvetningagoða við kristnitöku á Alþingi, sem Ari hinn fróði Þorgilsson segir frá í íslendingabók, en að mati Þor- geirs var vegið að friðsamlegri sambúð manna í landinu þegar svo var komið að ekki höfðu allir ein lög.:’ Rök sem þessi hafa fengið ítarlega umfjöllun í skrifum ýmissa fræðintanna seinni tíma. Hér má til dæmis nefna kenningu enska fræði- mannsins H.L.A. Hart um svokallað lágmarksinntak náttúruréttar sem um margt byggir á hugmyndum D. Hume og T. Hobbes. Samkvæmt Hart verða menn að hafa lög sem uppfylla ákveðin lágmarksefnisskilyrði ef aðeins er lagt til grund- vallar að þeir vilji komast af lifandi í samfélagi hver við annan og tekið er tillit til ákveðinna almennt viðurkenndra staðreynda unr mannlega náttúru og um- heiminn.6 Hugmyndir Þorgeirs ljósvetningagoða, T. Hobbes, D. Hume og H.L.A. Hart segja lítið um hvemig nánara efni laganna eigi að vera. Ef lagt er til grundvali- ar að mönnun sé fleira verðmætt en lífið eitt má þó færa að því rök að ekki aðeins eigi samfélagið að vera lögbundið heldur eigi lögin að tryggja að menn geti notið þessara verðmæta. Því betur sem lögin nái þessum tilgangi sínum, því betri séu lögin. Því verr sem þau gera það því verri séu þau. Svo slæm geti lög verið að þessu leyti að þau beinlínis vinni gegn tilgangi sínum. Siðferðilegt gildi svo gallaðra laga er þá ekki neitt. Þau eru ólög sem eru að vettugi virðandi (1. lex iniusta non est lex, virtuem obligandi non habet).7 4 Hér er vísað til fjölbreyttrar flóru kenninga sem telja lögin annað hvort ekki styðjast við nein rök eða þurfa mjög róttækra breytinga við. I þessu sambandi koma einkum til skoðunar kenningar kenndar við Marxisma, stjómleysi, auk ýmissa kenninga í ætt við frjálshyggju. 5 „En þá hóf hann tölu sína upp, es menn kvómu þar, ok sagði at hónum þótti þá komit hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldi eigi hafa allir lög ein á landi hér, ok talði fyrir mönnum á marga vega, at þat skyldi eigi láta verða, ok sagði, at þat mundi at því ósætti verða, es vísa ván vas, at þær bar- smíðir görðisk á miðli manna, es landit eyddisk af. [...] Þat mon verða satt, es vér slítum í sundr lögin, at vér monurn slíta ok friðinn". íslendingabók, VII. kapituli, bls. 17. íslensk fomrit. I. bindi fyrri hluti, Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík 1948. 6 H.L.A. Hart: The Concept of Law. Oxford 1961, bls. 189 o.áfr.. 7 Hér er vfsað til kenninga sem lagt hafa áherslu á siðferðilegar forsendur laga. Þessar kenningar, sem þó eru urn margt ólíkar sín á milli, hafa almennt verið kenndar við náttúrurétt. Setningin lex iniusta non est lex er oft kennd við heilagan Tómas frá Aquino án þess þó að koma orðrétt fram í 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.