Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 49
skilyrðum réttarríkis. Úr mannkynssögunni eru kunn dæmi um voðaverk sem að meira eða minna leyti hafa verið framkvæmd lögum samkvæmt eða hefðu get- að verið það. Slík verk hafa þannig í sumum tilvikum verið framin af lögbund- inni stjómsýslu á grundvelli valdheimilda í lögum. Með sama hætti er ekki hægt að útiloka að upp geti komið sú staða að lögmætisregla íslensks réttar mæli fyr- ir um að stjómvaldi beri að framkvæma siðferðilega óréttlætanleg verk eða halda uppi ólögum. Siðferðilegt gildi lögmætisreglu stjórnsýsluréttar er því ekki algjört. Samkvæmt þessu getur jafnvel sú staða komið upp að stjómvaldi beri sið- ferðilega skylda til þess að ganga gegn lögmætisreglunni. Þessa fullyrðingu verður hins vegar að túlka með varúð. Það er aðeins þegar lögin breytast í and- hverfu sína - tortíma þeim hagsmunum sem þeim er ætlað að tryggja - sem sið- ferðileg skylda venjulegra samfélagsþegna til að fara að lögum hættir að vera til staðar og lögin eru ekki lengur bindandi. Enn meira þarf að koma til svo að stjómvaldshafa sé rétt að virða lög að vettugi, enda hefur slík háttsemi stjórn- valdshafa að jafnaði mun alvarlegri afleiðingar en þegar um er að ræða einkaað- ila. Ólögmætar athafnir stjómvaldshafa eru til þess fallnar að grafa undan lög- unum í heild með tilheyrandi hættu á almennu stjómleysi. Það er því aðeins við mjög sérstakar og óvenjulegar aðstæður sem stjóm- valdshafa getur verið rétt að virða lögin að vettugi í athöfnum sínum. Það næg- ir því engan veginn að einstaklingur eða stjómvaldshafi sé ekki fyllilega sáttur við efni tiltekinna laga, að hann jafnvel telji þau óréttlát, slæm, o.s.frv. Slrk lög eru siðferðilega skuldbindandi af sömu ástæðum og almennt er æskilegra að búa við lög en stjórnleysi. Þessi skylda hvílir því frekar á handhöfum opinbers valds eftir því sem hlutverk þeirra í viðgangi og viðhaldi laganna er mikilvægara. í 61. gr. stjómarskrár lýðveldisins nr. 33/1944 segir til dæmis að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Hin sérstaka skylda þeirra einstaklinga sem fara með opinbert vald er einnig víða áréttuð með því að em- bættismenn, dómarar og þingmenn heita því að virða lög og stjómarskrá við störf sín. Lög vestrænna ríkja eru yfirleitt þannig úr garði gerð að þær aðstæður sem að framan er lýst eru nánast óhugsandi. Þau siðferðilegu gildi sem lögin þjóna eru víðast hvar sérstaklega tryggð í stjómarskrám eða grunnlögum sem ekki verður breytt nema með sérstökum hætti. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkja eiga einnig að koma í veg fyrir að lögin spillist og raski þeim hagsmunum samfélagsþegn- anna sem þau eiga að tryggja. 4. MATSKENNDAR ÁKVARÐANIR STJÓRNVALDA Hér að framan hafa verið færð rök að því að stjómsýslan eigi að vera lög- bundin. Þannig eigi þær skerðingar sem framkvæmdar séu af stjórnvaldshöfum að hafa stoð í lögum og samræmast lögum. Samkvæmt þessu virðist fljótt á lit- ið óæskilegt að stjómvöld hafi svigrúm til mats við athafnir sínar. Hér vakna í 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.