Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 43
ist. Fullyrðingin um að lífið hafi endanlegt gildi verður því hvorki sönnuð né
afsönnuð, að minnsta kosti ekki með raunvísindalegum aðferðum.3 Sama gildir
um allar aðrar fullyrðingar sem af þessu gildi verða leiddar með rökum, til dæm-
is að betra sé að vera heill heilsu en sjúkur o.s.frv. Sá sem andmælir gildi lífsins
verður hins vegar að færa rök fyrir afstöðu sinni og einnig er eðlilegt að gera þá
kröfu að hann hagi athöfnum sínum í samræmi við skoðanir sínar þótt sú krafa
styðjist raunar einnig við ákveðið gildismat sem hægt er að deila um.
Hafa ber í huga að ágreiningur um siðferðileg efni snýst oft ekki um hvort
eitthvað hafi gildi fyrir mannlegar athafnir heldur fremur hver gildi eigi að hafa
forgang eða vega þyngst á metunum þegar tvö eða fleiri eru ósamrýmanleg.
Þannig hafa rnenn komist að ólíkum niðurstöðum um hvort betra sé að deyja en
lifa ófrjáls eða sviptur æru sinni; hvort forræði kvenna á líkama sínum réttlæti
fóstureyðingar; hvort tjáningarfrelsið sé svo mikilvægt að heimilt sé að viðhafa
meiðandi ummæli í garð annarra, svo einhver dæmi séu nefnd.
Agreiningur um siðferðileg efni getur hins vegar einnig komið til af takmark-
aðri þekkingu á okkur sjálfum og umheiminum. Olíkt þeim álitamálum sem
nefnd eru hér að framan verða þessi atriði rannsökuð með aðferðum vísinda og
geta verið leidd til lykta með þeim hætti. Kynþáttafordómar hafa til dæmis ver-
ið rökstuddir með vísan til þess að ákveðnir kynþættir séu ólíkir öðrum frá nátt-
úrunnar hendi. Formælendur slíkra skoðana hafa í sjálfu sér ekki mótmælt því
að almennt sé siðferðilega ranglátt að mismuna mönnum. Þess í stað hafa þeir
haldið því fram að ólík sjónarmið eigi við um ólíka kynþætti með hliðsjón af
staðreyndum málsins. Eftir því sem rannsóknum raun- og félagsvísinda fleygir
fram er hægt að sannreyna hvort skoðanir sem þessar styðjast við viðhlítandi
rök. I daglegri umræðu er hins vegar ágreiningi um staðreyndir og gildismat iðu-
lega blandað saman með þeim afleiðingum að erfiðara verður að átta sig mál-
flutningi talsmanna ólíkra skoðana.
Umfjöllun um siðferðilegt gildi meginreglna íslensks stjórnsýsluréttar krefst
þess að tekin sé afstaða til siðferðilegra verðmæta eða gilda. Umfjöllunin er
þannig ekki siðferðilega hlutlaus greinargerð um grunnreglur stjómsýsluréttar.
Samkvæmt framangreindu verða því fæstar þær fullyrðingar sem færðar verða
fram óumdeildar eða óumdeilanlegar, en hið sama má reyndar segja um flest
skrif á sviði siðfræði, stjómspeki og lögfræði. Það er hins vegar von höfundar að
umfjöllun sem þessi bregði einhverju ljósi á þau rök eða þær hugmyndir sem
liggja til grundvallar grunnreglum íslensks stjómsýsluréttar, jafnvel í þeim til-
vikum sem lesandinn er ósammála forsendum og niðurstöðum höfundar.
3 Margvísleg rök hafa verið færð fyrir siðferðilegum verðmætum, þ.á m. gildi lífsins, þótt hér sé
svo komist að orði að ekki hafi verið færðar fram sönnur fyrir þeim. Hér er t.d. hægt að vísa til
umfjöllunar J.M. Finnis um siðferðileg verðmæti í ritinu Natural Law and Natural Rights, Oxford
1981. sem Garðar Gíslason gerir að umtalsefni í IV. kafla greinasafns síns, Eru lög nauðsynleg?
Reykjavík 1991.
111