Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 48
í annan stað leiðir það berlega af réttarríkishugmyndinni að stjórnvöld verða að fara að lögum eins og aðrir í samfélaginu. Að öðrum kosti er samfélagið aðeins lögbundið í orði kveðnu. Stjórnvöldum ber til dæmis að halda loforð sem eru skuldbindandi lögum samkvæmt með sama hætti og öðrum. Sömuleiðis mega stjómvöld ekki gera neitt sem andstætt er lögum fremur en aðrir í samfé- laginu. Sá þáttur lögmætisreglu íslensks réttar sem nefndur formregla lögmætis- reglunnar styðst við þessi rök. 1 þriðja stað leiðir af réttarríkishugmyndinni að ýmsar sérreglur verða að gilda um meðferð þess valds sem stjórnvöldum er falið. Það hlýtur að vera umhugs- unarefni hvemig tryggja má að stjórnvaldshafar fari raunverulega að lögum við athafnir sínar. Hér er meðal annars sérstakt tilefni til þess að koma í veg fyrir að þeir einstaklingar sem fara með opinbert vald brjóti lög með því að umbuna sjálfum sér eða nákomnum við athafnir sínar. Með öðrum orðum verða að vera til staðar reglur sem tryggja sérstaklega að stjórnvaldshafar virði lagaleg réttindi borgaranna þannig að farið sé að lögum bæði í orði og á borði. Af þessu leiða ýmisskonar málsmeðferðarreglur sem gilda um starfsemi stjórnsýslunnar. Regl- ur sem kveða á um endurskoðun ákvarðana innan stjómsýslunnar auk reglna um stjómsýslueftirlit þjóna einnig þessum tilgangi. Af þessu leiðir einnig að mikil- vægt er að unnt sé að bera athafnir stjórnsýslunnar undir dómstóla en um hlut- verk dómstóla með hliðsjón af réttarríkinu verður hér ekki frekar rætt. Með þessum hætti stuðla lögin sjálf að eigin viðgangi og virkni. Stjómvöld eru mikilvægur þáttur í því að halda uppi lögbundnu samfélagi en með sama hætti krefst lögbundið samfélag þess að að stjómvöld fari sjálf að lögum. 3.4 Siðferðilegt gildi lögmætisreglunnar Lögmætisregla íslensks réttar á sér djúpar rætur í vestrænni siðfræði og stjórnspekihefð. Reglan er reist á þeirri hugmynd að einhvers konar lög séu almennt æskileg mannlegu samfélagi og því beri að tryggja viðgang þeirra og virkni. Ekki aðeins verði að tryggja að almennt sé farið eftir lögunum heldur einnig að lögin spillist ekki í meðförum stjómvalda. Með því að samfélagið er lögbundið og samskipti manna lúta lögum er ekki aðeins stuðlað að friðsamlegri og öruggri sambúð manna í samfélagi. Með þessu er réttlæti einnig tryggt upp að vissu marki, þar sem lögin em almenn, fyrirsjáanleg og fara ekki í mann- greinarálit.12 Réttarríkishugmyndin segir lítið um hvers efnis lögin eigi að vera. Til þess þurfa að koma til ítarlegri hugmyndir um þau verðmæti sem lögin eiga að þjóna. Á grundvelli slfks verðmætamats verða einnig færð rök að því að tiltekin lög séu með einum eða öðrum hætti siðferðilega ámælisverð, jafnvel þótt þau fullnægi 12 Hér er árétiað að réttarríkishugmyndin og lögmætisreglan standa ekki til þess að menn fái not- ið lífsgæða sinna í samræmi við það sem þeim ber. Jafnvel þótt þessu efnislega réttlæti verði ekki náð er þó sköminni skárra og réttlátara að menn viti hver hin óréttlátu lög eru og geti hagað athöfn- um sínum í samræmi við þau fremur en hið gagnstæða. Réttarríkið tryggir þannig réttlæti, þó aðeins upp að vissu marki. 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.