Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 33
málinu, er hins vegar ekki eina dæmið um að erfitt sé að átta sig á beitingu 65. gr., sem um þessar mundir er haldið mest á lofti allra stjómarskrárákvæða í dómsmálum sem og opinberri umræðu, stundum með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. 10.3 Vernd efnahagslegra og féiagslegra réttinda fyrir miliigöngu jafnræð- isreglunnar „Þegar þrýstihópamir leika lausum hala með réttindakröfur að leiðarljósi magnast andstæður milli þegnanna innbyrðis og kröfur á hendur stofnunum þjóðfélagsins, ríki og sveitarfélögum, um fjárútlát og aðra fyrirgreiðslu verða háværari. Alls þessa sér merki víða um Vesturlönd, ekki sízt hér á landi“.40 I þessum ummælum Sigurðar Líndal eru fólgin viss sannindi. Til þess að ráða bót á þessu ástandi telur hann að áherslubreyting þurfi að eiga sér stað þannig að hætt verði að tala um réttindi þegnanna, en þess í stað rætt um skyldur þeirra við samþegna og þjóðfélagið. Þótt hér verði ekki nánar rökrætt hvort nauðsyn- legt er að breyta áherslum að þessu leyti er það augljóst að jafnræðisregla 65. gr. stjómarskrárinnar er orðið það tæki sem hvað mest er beitt í baráttu minni- hlutahópa til að ná fram réttindum til jafns við aðra. Einn þjóðfélagshópur krefst sömu réttinda og annar eða telur að löggjöf mismuni sér með ólögmæt- um hætti. Að sjálfsögðu er nærtækt að byggja slíka kröfu á reglu 1. mgr. 65. gr. sem kveður á um að allir skuli njóta mannréttinda án mismununar. Eins og áður hefur verið rakið er það fyrir tilstilli jafnræðisreglunnar sem margvísleg efnahagsleg og félagsleg réttindi hafa fengið aukinn framgang á vettvangi alþjóðlegra stofnana undanfarinn áratug. I íslenskum rétti er þó enn sem komið er ekki hægt að benda á afgerandi dómsniðurstöður um „hrein“ efnahagsleg og félagsleg réttindi, til dæmis varðandi félagslega aðstoð, þar sem jafnræðisreglan hefur ráðið úrslitum. Aðurgreindir dómar Hæstaréttar frá árinu 1999 í málum blinds nemanda við Háskóla Islands og Félags heyrnarlausra staðfesta þó að minnihlutahópar hafa náð fram réttindum með vísan til jafnræð- issjónarmiða, þótt þau réttindi væru af meiði borgaralegra og stjómmálalegra réttinda eða að minnsta kosti á mörkum hefðbundinnar flokkunar réttinda. Beiting jafnræðisreglunnar til þess að veita réttindi er þó úrlausnarefni, sem er að mörgu leyti vandmeðfamara heldur en þegar rætt er um skerðingu réttinda sem þegar eru veitt. Á þeim sex ámm, sem liðin eru frá því að stjskl. 97/1995 tóku gildi, hefur nokkur fjöldi dóma gengið, þar sem reynt hefur á jafnræðis- reglu 65. gr stjómarskrárinnar. Hér verður ekki svigrúm til þess að lýsa ítarlega dómaframkvæmd á þessu sviði. í stórum dráttum má þó gera greinarmun á tvenns konar aðstöðu þar sem kemur til álita að beita jafnræðisreglunni þótt mörkin séu ekki alltaf glögg. í fyrsta lagi að hópar í þjóðfélaginu, sem af ástæð- um sem tengjast þeim sjálfum eru í verri stöðu en aðrir, krefjast þess að standa jafnfætis öðrum til að njóta ákveðinna réttinda. Þetta á sérstaklega við um fatl- 40 Sigurður Líndal: „Félagsleg réttindi og félagslegar skyldur". 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.