Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 57
afstæðis- eða sjálfdæmishyggja, enda geta ákvarðanir stjórnvalds jafnan verið ómálefnalegar á fjölmargan hátt þótt fallist sé á að tilteknir tveir eða fleiri kost- ir séu jafn málefnalegir. Þetta getur bæði átt við um hvort taka beri ákvörðun og nánara efni ákvörðunar. Sérstaklega á þetta þó við um nánara efni ákvörðunar. Tilteknar fjárhæðir styrkja eða annarra fjárgreiðslna verða til dæmis yfirleitt ekki rökstuddar til hlítar með vísan til málefnalegra sjónarmiða. Akvörðun Húsafriðunarnefndar samkvæmt 48. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989 um að N.N. fái 100.000 krónur í styrk getur verið jafn málefnaleg og hann fái 150.000 krón- ur og allt þar á milli. Sama gildir einnig oft um tímabindingu leyfa og ýmissa réttinda. Þessi atriði fara með öðrum orðum að einhverju marki eftir hreinu mati stjórnvalds sem ekki verður endurskoðað eða gagnrýnt með vísan til málefna- legra sjónarmiða. Slíku mati stjómvalds er því nokkuð réttilega lýst með heitinu frjálst mat. Samkvæmt þessu miðar eftirlit dómstóla samkvæmt reglunni um ómálefnaleg sjónarmið að því að kanna hvort ákvörðun sé röng, eða ómálefna- leg, en ekki að því hvers efnis ákvörðun hefði orðið ef viðkomandi dómari hefði farið með stjómvald. Réttarreglan um málefnaleg sjónarmið getur því ekki ráð- ið til lykta efni stjómvaldsákvarðana með tæmandi hætti. 4.5 Ómálefnaleg og ólögmæt sjónarmið Hér að frarnan hefur verið staðhæft að siðferði hafi þýðingu við mat dómstóla á málefnalegum sjónarmiðum. Nánar tiltekið hefur því verið haldið fram að við mat dómstóla á málefnalegum sjónarmiðum sé að minnsta kosti í sumum tilvik- unr óhjákvæmilegt að líta til þeirra hagsmuna eða verðmæta sem réttarreglunum og stjómvöldum er ætlað að þjóna. Sú skoðun að dómstólar taki afstöðu til sið- ferðilegra verðmæta í störfum sínum að einhverju marki má heita almennt við- urkennd af fræðimönnum þótt það el'ni verði ekki rætt nánar hér. Hins vegar er um það deilt hvort telja beri þau siðferðilegu sjónarmið sem dómstólar þurfa stundum að byggja niðurstöður sínar á til laga og réttar. Með hliðsjón af þessu má því spyrja hvort æskilegra sé að tala um ólögmæt sjónannið í stað ómálefna- legra sjónarmiða. Þau siðferðilegu verðmæti sem dómstólar taka tillit til við niðurstöður sínar standa augljóslega í nánu sambandi við réttinn. Samkvæmt umræddri reglu eiga stjómvöld að virða þessi verðmæti, en ekki vinna gegn þeim, við athafnir sínar. Dómstólar hafa vald til þess að kanna hvort stjórnvöld hafi fullnægt þessari skyldu sinni án þess þó að þeir geti, eða eigi að geta, sagt stjórnvöldum nákvæm- lega fyrir verkum. Af þessum ástæðum má með rétti telja ómálefnaleg sjónar- mið til ólögmætra sjónarmiða þótt ekki sé hér unr að ræða eiginlegar reglur sem dregnar eru af réttarheimildum með röklegum ályktunum. Það skiptir hins veg- ar í raun litlu hvort framangreind skoðun dómstóla á þeim sjónarmiðum, sem liggja að baki stjómsýsluákvörðun, er kölluð lagaleg eða siðferðileg, eins lengi foreldrinu umfram hitt, sé ákvörðun rétt án tillits til þess hvoru foreldri sé falin forsjáin. Það væri hins vegar að öllu jöfnu röng ákvörðun fyrir þar til bært stjómvald að hafna því að skera úr ágrein- ingnum. Hin eina rétta niðurstaða er því óráðin með tilliti til þess hvort foreldrið öðlast forsjána. 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.