Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 34
aða, sem þurfa sérstakrar aðstoðar við til þess að mega njóta til fulls réttinda, án tillits til þess hvers eðlis þau eru, en venjulega er réttur þeirra til síkrar aðstoðar verndaður með lögum. Eru dómar Hæstaréttar frá 1999 varðandi mál- efni blindra og heymarlausra dæmigerðir fyrir þessa aðstöðu. Þeir vekja reynd- ar fjölda spurninga um það hversu langt eigi að ganga og hversu miklu skuli kosta til svo réttinda verið notið að fullu til jafns við aðra. í dóminum, sem varðaði málefni heymarlausra, var sérstaklega tekið fram að það væri tæknilega vel framkvæmanlegt að túlka framboðsumræður í sjónvarpi með þeim hætti sem krafist var. Má einnig ætla að það hafi verið án mikils tilkostnaðar. Álykta má að hagsmunamat í þessu máli hafi ráðið miklu um niðurstöðuna, þ.e. að með tiltölulega lítilli fyrirhöfn gat Rrkisútvarpið komið til móts við mikilvæg rétt- indi margra og þannig sinnt lögboðinni skyldu sinni. Verði aðgerðir, sem kraf- ist er, illframkvæmanlegar og óhóflega dýrar og til hagsbóta fyrir lítinn hóp má ætla að niðurstaðan yrði önnur, jafnvel þótt almenn lagaskylda sé fyrir hendi að tryggja jöfn réttindi. Tæplega yrði fallist á að öll opinber birting laga og reglna skyldi, auk prentaðrar útgáfu, vera í formi blindraleturs, svo tekið sé dæmi. Aðrar kringumstæður, þar sem algengara er að jafnræðisreglan og bann við mismunun komi sérstaklega til skoðunar, eru þegar tveir menn eða tveir hópar, sem telja sig vera í sambærilegri stöðu, fá mismunandi meðferð eða úrlausn mála sinna á grundvelli atriða sem rakin eru í 1. mgr. 65. gr. Þessi aðstaða er í reynd sú, sem 65. gr beinist sérstaklega að, en hún kallar á nákvæma skoðun á tilteknum atriðum út frá þeirri grundvallar forsendu að ekki er öll mismunun ólögmæt. I kafla 8.1 að framan var lýst niðurstöðum Mannréttindnefndar Sam- einuðu þjóðannna og Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi vemd félagslegra réttinda fyrir tilstilli jafnræðisreglunnar og banns við mismunun. Var sú skipan talin fela í sér ólögmæta mismunun að konur fengju lægri atvinnuleysisbætur en karlar einvörðungu á grundvelli kynferðis með vísan til þeirra líkindareglna að konur væru ekki fyrirvinnur heimila og að þær hættu þátttöku á vinnumark- aði eftir barnsburð. Hafa ber í huga að þessar stofnanir hafa beitt jafnræðisregl- unni af mikilli varfærni í áranna rás eftir ítarlega skoðun í hverju tilviki hvort greinarmunur, sem gerður er á mönnum í sambærilegri stöðu, hafi réttmætt markmið sem byggi á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum. Séu þessi skilyrði uppfyllt er ekki um að ræða ólögmæta mismunun heldur greinarmun, sem brýtur ekki gegn grundvallarreglum um jafnræði manna. Þegar allt kemur til alls má finna slíka réttlætingu fyrir mismunun í langstærstum hluta tilvika. Af dómum, þar sem reynt hefur á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, er örðugt að draga upp skýra heildarmynd af því hvaða sjónarmið dómstólar nota við skýringu og fyllingu hennar og hvað er lagt til grundvallar niðurstöðu um að mismunun sé ólögmæt eða hvers vegna hún er það ekki. Er því varasamt að draga víðtækar ályktanir af þeim dómum, sem liggja fyrir um 65. gr., um gildi hennar fyrir vemd efnahagslegra og félagslegra réttinda. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.