Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 41
Þótt umfjöllun um siðferðileg rök grunnreglna stjómsýsluréttar sé sam- kvæmt framangreindu óhagnýt getur hún, ef vel tekst til, haft hagnýtt gildi sent mælistika á gildandi reglur og gefið leiðbeiningar um hvort þær samræmist að öllu leyti rökum sínum eða tilgangi. Eins og annarri lögfræðilegri umfjöllun er henni hins vegar fyrst og fremst ætlað að auka skilning á lögunum. 2. NOKKUR ORÐ UM SIÐFERÐI Umfjöllun um siðferðilegt gildi grunnreglna íslensks stjórnsýsluréttar krefst þess að tekin sé afstaða til siðferðilegra verðmæta. Ekki þarf að fjölyrða um að menn hefur líklega allt frá upphafi greint á um hvað sé gott, æskilegt eða hafi gildi fyrir manninn. Olíkt því sem gerst hefur um þróun raunvísinda hefur ágreiningur um siðferðileg efni ekki verið leiddur til lykta með fræðilegri um- ræðu eða rannsóknum á manninum og umheiminum. Þannig greinir fræðimenn enn á um nánara eðli siðferðis, sérstaklega hvort og hvernig siðferðileg verð- mæti geti talist vera til og hvort siðferði sé algilt, óháð einstaklingnum og því samfélagi sem hann lifir og hrærist í. Þess utan greinir fræðimenn jafnt sem leikmenn á um efnislegt inntak siðferðis, það er þau viðmið sem okkur ber að fylpja í athöfnum okkar. I norrænni lögfræði hefur sú skoðun löngum notið fylgis að siðferðileg verð- mæti væru „frumspekilegur uppspuni“ og hvers konar tilvísun til þeirra væri óvísindaleg eða ófræðileg.2 Þar sem lunginn af þessari grein mun einmitt fjalla um lögin með hliðsjón af slíkum verðmætum er rétt að víkja að þýðingu efa- semda um tilvist þeirra og ágreinings um siðferði. 2.1 Efasemdir um tilvist siðferðis Þótt við kunnum að efast um tilvist siðferðilegra verðmæta og hvort yfirleitt sé mögulegt að segja að eitthvað sé gott og annað slæmt komumst við almennt ekki hjá því að taka ákvarðanir um hvemig við eigum að haga athöfnum okkar og ákvörðunum. Oft verður ekki hjá því komist að gert sé upp á milli ólíkra kosta og teknar séu ákvarðanir sem geta skipt verulegu máli fyrir líf og hagi viðkomandi. Ef fallist er á að unnt sé, að minnsta kosti í einhverjum tilvikum, að færa að því rök að einn kostur sé öðrum fremri er í raun gert ráð fyrir að til séu einhver verðmæti sem geti gefið vísbendingu um hvemig rétt sé að haga gerðunt sínum. Fjölmargar ákvarðanir fólks em reistar á þeirri forsendu að eitthvað sé gott annað sé slæmt, eða með öðrum orðum að siðferðileg verðmæti séu til með ein- hverjum hætti. Jafnvel sá sem fullyrðir að honum sé rétt að gera hvaðeina sem honum sýnist tekur afstöðu sem hægt er færa rök með og á móti með vísan til siðferðilegra verðmæta. Það eru hins vegar engin rök fyrir sltkri afstöðu að sið- ferðileg verðmæti séu ekki til. Ef sú er raunin er yfir höfuð engin háttsemi sið- 2 Hér er einkum vísað til kenninga sem kenndar hafa verið við skandinavísku raunhyggjuna eða Uppsalaskólann. Davíð Þór Björgvinsson gefur yfirlit yfir nokkrar þessara kenninga í grein sinni, „Skandinavíska raunhyggjan í Svíþjóð". Tímarit lögfræðinga, 3. tbl. 1988, bls. 149 o.áfr. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.