Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 29
ar á réttarþróun í Noregi og hvort dómstólar þar munu í ríkara mæli beita þess- um réttindum sem lagalegum réttindum. Loks ber að hafa í huga að þegar Norðurlönd staðfesta 12. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við mismunun verður hann væntanlega lögfestur með sama hætti og önnur ákvæði mannréttindasáttmálans. Má því ætla að hlutverk dómstóla við að leysa úr álitamálum varðandi vemd efnahags- legra og félagslegra réttinda vaxi þá enn frekar. 9.3 Vernd efnahagslegra og félagslegra réttinda í úrlausnum dómstóla Áhugavert er að skoða úrlausnir dómstóla í Noregi frá undanförnum árum þar sem reynir á félagsleg réttindi manna svipuð þeim sem vemduð eru í 1. mgr. 76. gr. stjómarskrárinnar. Dómur Hæstaréttar Noregs frá 25. september 1990, sem Öryrkjabandalag Noregs átti aðild að, var stefnumarkandi á þessu sviði.36 Þar kom til álita túlkun ákvæðis í lögum um félagslega aðstoð þar sem mælt var fyrir um það almennum orðum að veita skyldi slíka aðstoð þeim sem ekki gætu unnið fyrir sér eða séð fyrir sér með öðrum hætti. Deilt var um ákvörðun félags- málastofnunar á vegum sveitarfélags um að skerða verulega heimilishjálp og félagslegar greiðslur til alvarlega líkamlega fatlaðrar konu sem notið hafði slíkrar aðstoðar um langt skeið. Hæstiréttur taldi að hlutverk dómstóla væri að skera úr um hvort stjómvaldsákvarðanir fullnægðu þeirri kröfu lagaákvæðisins að tryggja einstaklingi ákveðin lágmarksréttindi. Réttur öryrkjans til heimilis- hjálpar, sem hann þurfti nauðsynlega með, teldist til þessara lágmarksréttinda og yfirvöld hefðu bmgðist þeirri skyldu sinni að veita hana er þeir skertu þessa aðstoð verulega. Var ekki fallist á að ákvörðunin yrði réttlætt með hagræðing- arsjónarmiðum um sparnað í rekstri sveitarfélagsins. Af þessum ástæðum var stjómsýsluákvörðunin felld úr gildi. Rökstuðningur í þessum dómi er að mörgu leyti líkur þeim sem lýst var að framan í umfjöllun um dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu frá 19. desember 2000. Þó skilur á milli að engin stjórnarskrárákvæði um lélagslega aðstoð komu til skoðunar í norska málinu, enda engin slík í norsku stjómarskránni. Ekki er heldur vísað til alþjóðasamninga um efnahagsleg og félagsleg réttindi sem Nor- egur er þó aðili að. Einnig er athyglisvert að ekki er vikið að neinum jafnræð- isreglum eða banni við mismunun til þess að knýja fram sjálfstæðan rétt í þessu tilviki. Álitaefnið takmarkaðist við að skera úr um lögmæti stjómvaldsákvörð- unar. Hér var því um að ræða mótun dómstóla á sjálfstæðum efnisréttindum á sviði félagslegra réttinda sem tryggð eru í almennri löggjöf. Eru þau skilgreind í dóminum sem lágmarksréttindi án þess að afmarka nánar inntak þeirra. í dómi Hæstaréttar Noregs frá 8. nóvember 1996 var fjallað um það hvort skerðing ellilífeyrisréttinda vegna tengingar þeirra við tekjur maka færi í bága við stjórnarskrána.37 Stefnandi málsins hafði notið ellilífeyrisgreiðslna frá árinu 36 Nrt. 1990, bls. 874. 37 Nrt. 1996, bls. 1415. 97

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.