Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 14
tryggja rétt allra til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi og í 3. mgr. er
sérstakt ákvæði um að bömum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem
velferð þeirra krefst. Héðan í frá verður sjónum sérstaklega beint að 1. mgr. 76.
gr., en á það ákvæði reyndi öðrum fremur í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í
máli öryrkjabandalagsins frá 19. desember 2000.
Uppruna 1. mgr. 76. gr. má rekja aftur til 52. gr. stjómarskrárinnar um hin
sérstaklegu málefni íslands frá 5. janúar 1874 sem var svohljóðandi:
Sá, sem getur ekki sjeð fyrir sjer og sínum, og sje hann ekki skyldu-ómagi annars
manns, skal eiga rjett á að fá styrk úr almennum sjóði, en þá skal hann háður vera
skyldum þeim, er lögin áskilja.
Eins og önnur mannréttindaákvæði stjómarskrárinnar frá 1874 er þessi regla
tekin úr grundvallarlögum Dana frá 1849.7 Réttur manna til framfærslustyrks
frá ríkinu var þó almennt ekki talinn til sjálfsagðra stjómarski'árvemdaðra þegn-
réttinda í Evrópuríkjum á þessum tíma og var til dæmis ekki meðal þeirra rétt-
inda sem talin voru í frönsku réttindayfirlýsingunni frá 1789. Ákvæði þetta stóð
að mestu óbreytt allt fram til þeirra breytinga, sem gerðar vom á mannréttinda-
ákvæðum stjómarskrárinnar með stjskl. 97/1995, en síðast fyrir setningu þeirra
var það í 70. gr. stjómarskrárinnar, svohljóðandi:
Sá skal eiga rétt á styrk úr almennum sjóði, sem eigi fær séð fyrir sér og sínum, og
sé eigi öðrum skylt að framfæra hann, en þá skal hann vera skyldum þeim háður, sem
lög áskilja.
Við könnun á dómum af sviði stjómskipunarréttar fyrir breytingar, sem gerð-
ar vom með stjskl. 97/1995, kemur í ljós að ekkert dæmi virðist um að vísað
hafi verið til eldri 70. gr. stjórnarskrárinnar í dómum Hæstaréttar undanfama
áratugi, þrátt fyrir blómlega dómaframkvæmd um nánast öll önnur mannrétt-
indaákvæði hennar.8 Það sama gildir um eldri 71. gr. stjómarskrárinnar sem
fjallaði um rétt bama til uppfræðingar og framfæris af almannafé hefðu foreldr-
ar ekki efni á að fræða þau sjálf eða væru börnin munaðarlaus eða öreigar. Þetta
skýrist af því, sem áður voru talin sjálfsögð sannindi, að þessi réttindi væru ekki
lagaleg og yrði ekki framfylgt fyrir tilstilli dómstóla. Þessi skoðun birtist
afdráttarlaust í riti Olafs Jóhannessonar um stjómskipun Islands þar sem segir
m.a.:
7 Ákvæði sambærilegt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskárinnar er nú í 2. mgr. 75. gr. dönsku grundvallar-
laganna.
8 Gunnar G. Schram: Dómar úr stjómskipunarrétti. I ritinu birtast ágrip flestra þeirra dóma
Hæstaréttar sem varða stjórnarskrá fslands til 1991 og jafnframt er þar getið dóma Landsyfirréttar
frá 1877-1920. Ekkert dæmi er þar um tilvísun til 70. gr. um rétt til styrks úr almennum sjóði.
82