Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 55
og nokkur brögð eru að í íslenskri laga- og reglugerðasetningu á vissum sviðum, er æskileg aðeins upp að vissu marki.17 Með ítarlegri reglusetningu verða regl- umar flóknari og erfiðara að hafa yfirsýn yfir þær. Eins felur þessi viðleitni það oftar en ekki í sér að breytingar á reglum eru tíðar og reglurnar þannig óstöðug- ar. Tíðar breytingar á flóknu regluverki geta verið til þess fallnar að erfitt er að vita, jafnvel fyrir löglærða, hvaða reglur gildi um háttsemi á hverjum tíma. Slíkt ástand er í andstöðu við þær meginreglur réttarríkis sem ræddar vom hér að frarnan. Slíkt ástand gengur raunar gegn flestum þeim hagsmunum sem reglum er ætlað að þjóna. Þegar öllu er á botninn hvolft getur réttamíkinu verið betur náð með almennari, einfaldari og sveigjanlegri reglum sem auðvelt er að lrafa yfirsýn yfir og ekki þarf að breyta í sífellu, jafnvel þótt það kosti að stjómvöld- um sé falið mat.18 4.4 Málefnaleg sjónarmið við frjálst mat stjórnvalda Hér að framan voru leidd rök að þeirri niðurstöðu að matskenndar valdheim- ildir stjómvalda geti átt rétt á sér. Samkvæmt þessu getur verið æskilegt að regla sé óráðin að meira eða minna leyti um efnislýsingu sína, lögfylgju eða jafnvel hvorutveggja. Með þessu er að einhverju leyti fórnað þeim kostum sem felast í reglum og reglufestu. Einnig skapast hætta á því að stjómvaldshafar misnoti það svigrúm, sem þeir hafa, í sína eigin þágu eða nákominna. Þótt stjómvöld njóti svigrúms til mats samkvæmt lagaheimild er því eðlilegt að áskilja að málefna- leg sjónarmið ráði ákvörðunum þeirra. Þeir hagsmunir, sem liggja því til grund- vallar að stjómvöldum er falið mat, réttlæta með öðrum orðum ótvírætt ekki valdníðslu af hálfu stjómvaldshafa. Lög geta með ýmsu móti komið til móts við þau vandkvæði sem frjálst mat stjórnvalda gefur tilefni til. Hér má nefna reglur um stjómsýslukærur, málskot til sérstakra úrskurðaraðila og endurupptöku mála. í þessu sambandi vegur þó líklega þyngst eftirlit dómstóla, en almennt er viðurkennt að íslenskum rétti að dómstólar hafi vald til þess að skera úr um lögmæti athafna stjómvalda. í þessu felst meðal annars vald til þess að skera úr um hvort stjórnvöld hafi látið mál- efnaleg sjónannið ráða við mat sitt samkvæmt óráðnum eða matskenndum rétt- arreglum. Ef athafnir stjómvalda eru utan marka þess svigrúms, sem óráðnar réttarreglur veita stjómvöldum, eru þær hins vegar andstæðar lögmætisreglunni og spumingin um ómálefnaleg sjónamrið kemur ekki upp. 17 Ýmsar kenningar á sviði siðfræði og réttarheimspeki hafa mælt fyrir ítarlegri reglusetningu. í þessari flóru kenninga ber einna hæst svokallaða hugtakalögfræði (Begriffsjurisprudenz) sem áhrifamikil var við samningu þýsku borgaralögbókarinnar (Burgerliches Gesetzbuch) sem gekk í gildi árið 1900. 18 Dæmi um svið þar sem mikið hefur kveðið að setningu reglugerða með tíðum breytingum er stjómkerfi landbúnaðarframleiðslunnar. Sigurður Líndal færir rök að því í ritgerð sinni „Stjórn- kerfi landbúnaðarframleiðslunnar og stjómarskráin“, Reykjavík 1992, að svo mikið hafi kveðið að tíðum breytingum á annars flóknum reglum sem settar voru á grundvelli laga nr. 15/1979 og laga nr. 46/1985 að brotið hafi gegn meginreglum réttarríkis. Sjá einkum bls. 178 o.áfr. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.