Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 23
flokkunar þeirra réttinda sem málið varðar. í máli Zwaan-de Vvies gegn Hollandi var það kært sem brot á 26. gr. að samkvæmt hollenskum almanna- tryggingalögum fengu giftar konur lægri atvinnuleysisbætur en ógiftar konur og karlar án tillits til hjúskaparstöðu. Var byggt á þeirri líkindareglu að karlar væru fyrirvinnur heimilis en konur ekki. Nefndin taldi að þótt ljóst væri að réttur til slíkra greiðslna væri kominn út fyrir svið samningsins, en nyti verndar Alþjóða- samnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, væri hér engu að síður um greinarmun að ræða sem gerður væri á rétt- indum kæranda með hliðsjón af hjúskaparstöðu hennar og kyni. Þótt því yrði ekki haldið frarn að ákvæði 26. gr. um jafnræði allra fyrir lögunum og jafna lagavemd þýddi að öll tilvik, þar sem greinarmunur væri gerður á mönnum, fæli í sér ólögmæta mismunun, yrði að fallast á að fyrir þessari mismunun væru hvorki hlutlæg né málefnaleg rök og því bryti hún gegn ákvæðinu. Þetta var í fyrsta skipti sem fyrrgreind nefnd féllst á það í kærumáli að aðildarrrki hefði brotið gegn ákvæði 26. gr. Segja má að þetta hafi verið tímamótaákvörðun um gildissvið hinnar víðtæku jafnræðisreglu samningsins. Jafnframt voru í ákvörð- uninni sett fram sjónarmið um það hvemig beri að beita jafnræðisreglunni, þ.e. mælikvarði um það hvort mismunun telst ólögmæt eða hvort um ræðir eðlileg- an greinarmun sem brýtur ekki gegn 26. gr.23 Enn sem komið er vemdar hin þrengri regla í 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu aðeins gegn mismunun um að njóta réttinda sem sáttmálinn tekur til. Hefur Mannréttindadómstóll Evrópu haldið fast við þá framkvæmd sína að vísa frá kærum um brot á 14. gr. sáttmálans sé kæran ekki órjúfanlega bundin ein- hverju efnisákvæða hans. I nýlegum dómi í máli Botta gegn Italíu kom álitaefni þetta til skoðunar. Þar var fjallað um kæru fatlaðs manns, sem hélt því fram að ítalska ríkið hefði vanrækt skyldu sína til þess að fylgja eftir löggjöf um aðgengi fyrir fatlaða, en það leiddi til þess að hann gat ekki sótt baðstrandar- staði í sumarfríum. Þetta athafnaleysi ríkisins bryti gegn friðhelgi einkalífs hans samkvæmt 8. gr. sem vemdaði rétt manns til að njóta félagslegra samvista við annað fólk, auk þess sem hann gæti ekki vegna fötlunar sinnar notið frístunda á baðströnd til jafns við aðra og það bryti gegn 8. og 14. gr. sáttmálans. Mann- réttindadómstóllinn taldi að réttur sem kærandi taldi brotinn nyti ekki verndar 8. gr. Vísað var til þess að kröfur kæranda byggðu á því að brot ríkisins væri fólgið í aðgerðarleysi þess. Þrátt fyrir að megintilgangur 8. gr. væri að vernda einstaklinga fyrir afskiptum stjómvalda, þá gæti ákvæðið einnig lagt jákvæðar skyldur á aðildarríki um að grípa til aðgerða, jafnvel á vettvangi einkaréttarins. Við mat á því hversu langt ætti að ganga við ákvörðun um inntak slíkra skyldna þyrfti hins vegar að vega og meta hagsmuni almennings á móti einstaklings- hagsmunum og bein tengsl þyrftu að vera í milli aðgerðarleysis stjórnvalda og áhrifa á friðhelgi einkalífs og fjölskyldu einstaklings. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að krafa kæranda til þess að fá sér tryggt fullt aðgengi að bað- 23 Zwaan-de Vries gegn Hollandi, raál nr. 182/1984 og Broeks gegn Hollandi, raál nr. 172/1984. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.