Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Qupperneq 47
frelsi feli þau um leið í sér ákveðnar takmarkanir á þessum gæðum. Til dæmis má segja, þótt umferðarreglur séu nauðsynlegar til þess að maður geti komist leiðar sinnar nokkurn veginn óhultur, að reglurnar feli um leið í sér að maður geti ekki farið leiðar sinnar eins og manni sýnist. Frekari takmarkanir á frelsi koma einnig til ef maður brýtur reglurnar, til dæmis sektir, svipting ökuréttar eða fangelsi. Að þessu virtu hefur réttarríkið það siðferðilega gildi að þær takmark- anir sem lögin setja athafnafrelsi samfélagsþegnanna eru gerðar með ákveðnum hætti. Þessar takmarkanir eru framkvæmanlegar af þegnunum, birtar og þannig fyrirsjáanlegar, skýrar og skiljanlegar. Þær eru einnig almennar þar sem þær eru gerðar í formi reglna en ekki einstakra ákvarðana. Samkvæmt þessu stendur rétt- arríkishugmyndin þannig til þess að samfélagsþegnanir geti verið öruggir um hagsmuni sína, það er að segja viti hvers lögin krefjast af þeim og sé gerlegt að haga sér í samræmi við þau. Frá þessum sjónarhóli eru lög sem ekki fullnægja áðumefndum skilyrðum réttarrrkis ekki aðeins tæknilega léleg heldur einnig berlega ranglát gagnvart þeim sem lögunum er beint til þegar af þeirri ástæðu að þau eru andstæð réttarríkinu. Réttarríki verður augljóslega ekki náð án þess að farið sé eftir lögunum í raun og veru, þau framkvæmd og fullnustuð. Skilvirkasta leiðin til lagaframkvæmd- ar er að fela ákveðnum stofnunum þetta hlutverk. Samkvæmt réttarríkishug- myndinni er það frumskylda stjórnvalda að halda uppi lögum í samfélaginu. Stjómvöld og starfsemi þeirra, stjómsýslan, gegnir því mikilvægu hlutverki í hverju samfélagi sem vill kenna sig við réttarríki. 3.3 Lögbundin stjórnsýsla Samkvæmt réttarríkishugmyndinni hafa stjórnvöld það mikilvæga hlutverk að sjá til þess að lögunum sé fylgt. Með þessu hlutverki eru stjómvöldum einnig settar skýrar skorður. I fyrsta lagi verða skerðingar á hagsmunum manna að eiga sér stoð í lögum. Stjómvöld eiga því ekki að skerða hagsmuni einstaklinga og lögaðila án þess að lög mæli fyrir um að slíkt megi eða skuli gert. Með öðrum orðum verður stjómsýslan almennt að hafa heimild að lögum ef taka á einhverj- ar ákvarðanir sem skerða frelsi eða aðra hagsmuni samfélagsþegnanna.11 Þetta eru þau rök sem liggja að baki þeim þætti íslensku lögmætisreglunnar sem nefndur hefur verið heimildarreglan og felur í sér að stjórnvöld verða að hafa heimild að lögum til hvers konar athafna. Af þessu má ljóst vera að lögmætis- regla íslensks réttar styðst ekki nauðsynlega við þau rök að stjómvöld skuli lúta ákvörðunum lýðræðislega kjörinna fuilrúa þjóðarinnar, en gildi lýðræðisins verður ekki rætt nánar hér. 11 Sjá 1. mgr. 69. gr. stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944 og 1. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 sem byggir samkvæmt þessu á sömu rökum og lögmætisregla stjómsýsluréttar. Með hliðsjón af því hversu fþyngjandi refsingar eru, er í þessum ákvæðum að meginstefnu gerð krafa um sett lög sem refsiheimild, en sett lög er sú réttarheimild sem jafnan á að vera hvað skýrust og skiljanlegust samfélagsþegnunum. 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.