Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 40
1. LÖGBUNDIN OG MÁLEFNALEG STJÓRNSÝSLA
Þegar litið er yfir reglur íslensks stjórnsýsluréttar ber hæst tvær reglur,
lögmætisregluna og regluna unt málefnaleg sjónarmið. Samkvæmt fyrrnefndu
reglunni er stjómvöldum almennt skylt að reisa ákvarðanir sínar og athafnir á
lögum en einnig felst í henni að stjórnvöldum er óheimilt að aðhafast nokkuð
sem andstætt er lögum. Síðarnefnda reglan setur stjómvöldum enn frekari
skorður með því að hún gerir kröfu um að stjómvaldshafi gæti málefnalegra
sjónarmiða við meðferð opinbers valds án tillits til þess hvort skilyrðum
lögmætisreglunnar er fullnægt og hefur því einkum jrýðingu þegar stjóm-
valdshafi tekur ákvörðun á grundvelli lagaheimildar sem gefur honum svigrúm
til mats.
Þegar svo er tekið til orða að áðurnefndar reglur beri hæst reglna stjómsýslu-
réttar er vísað til þess að flestar aðrar réttarreglur um starfsemi stjómsýslunnar
virðast styðjast við eða tengjast þessum tveimur reglum. Málsmeðferðarreglur
stjómsýsluréttar, svo sem rannsóknarreglan, reglan um andmælarétt og rök-
stuðning, eiga þannig að tryggja að einstakar stjórnvaldsákvarðanir verði í raun
lögmætar og málefnalegar. Hið sama á við um reglur um stjómsýslukærur og
ýmsar reglur sem lúta að stjómsýslueftirliti. Lögmætisregluna og regluna um
málefnaleg sjónarmið má samkvæmt þessu telja grunnreglur íslensks stjóm-
sýsluréttar.
I þessari grein verður leitast við að varpa ljósi á grunnreglur íslensks stjóm-
sýsluréttar með því útskýra þá hagsmuni sent þessar reglur þjóna eða ættu að
þjóna. Þetta má einnig orða svo hátíðlega að gerð verði tilraun til að greina sið-
ferðileg rök þessara reglna, tilgang þeirra eða gildi fyrir nienn og mannlegt
samfélag. I upphafi verður vikið að álitamálum um siðferðilegt gildismat og
þýðingu þeirra fyrir þau álitamál sem tekin eru til skoðunar í greininni. Því næst
verður rætt um almenn rök lögmætisreglunnar, tengsl hennar við réttamíkishug-
myndina og almenna réttlætingu laganna. Að lokunt verður fjallað um regluna
um málefnaleg sjónarmið og tengsl hennar við siðferðilegt gildismat. í því sam-
bandi verður einnig hugað nánar að eðli matskenndra réttarreglna og því hvort
slíkar reglur geti einhvern tíma talist æskilegar.
Samkvæmt þessu verður í greininni ekki fjallað sérstaklega um efnislegt inn-
tak lögmætisreglunnar og reglunnar um málefnaleg sjónannið, eins og það verð-
ur ákveðið samkvæmt almennt viðurkenndum viðhorfum í íslenskum stjórn-
sýslurétti. Umfjöllunin er þannig „ópraktísk“ eða óhagnýt í þeim skilningi að
ekki verða settar fram leiðbeiningar um hvernig komast beri að niðurstöðum um
hvort tilteknar stjómvaldsákvarðanir séu lögmætar og málefnalegar samkvæmt
gildandi reglum. Við þetta ber þó að setja þann fyrirvara að ekki er útilokað að
siðferðilegt gildismat skipti máli við úrlausn á því hvað er lögmætt og málefna-
legt samkvæmt gildandi reglum og verður vikið nokkuð að því efni síðar.1
1 Alitamál um hvort og hvernig siðferðilegt gildismat hefur þýðingu (eða eigi að hafa þýðingu) fyr-
ir ályktanir um réttarreglur eru t.d. tekin til skoðunar í grein höfundar: „Um hina einu lögfræðilega
réttu niðurstöðu". Úlfljótur, 1. tbl. 1999, bls. 87 o.áfr.
108