Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Blaðsíða 31
Mannréttindasáttmála Evrópu, löggjafar um málefni fatlaðra og jafnræðisreglu stjómarskrárinnar. Ekki var byggt á því að brotið hefði verið gegn 2. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, sem fjallar um rétt til menntunar, enda hefur það ákvæði almennt verið túlkað svo að það tryggi fyrst og fremst rétt til almennrar mennt- unar en ekki náms á háskólastigi.38 Brot á réttindum stefnanda fólst í því að Háskóli Islands hafði ekki samþykkt almenn fyrirmæli, sem fylgja ætti við nám hennar og próftöku sem fatlaðs nemanda, og gætt þess að hún ætti rétt að lög- um til að geta sem mest staðið jafnfætis ófötluðunr nemendum. Af þessu má sjá að kveðið er á um athafnaskyldu stjómvalda til að tryggja frelsi einstaklinga á ákveðnu sviði, í stað þess að rætt sé um takmarkanir á frelsi. Þessi dómur vek- ur upp áhugaverðar spumingar um það hvort umrætt frelsi manna til menntun- ar skapi skyldur sem verði einvörðungu lagðar á menntastofnanir á vegum rík- isins eða hvort þær verði einnig lagðar á einkarekna háskóla og aðra einkaskóla og hvort ríkinu beri þá að knýja á um að þeim verði framfylgt á þeim vettvangi. Gæti athafnaleysi ríkisins um að fylgja því eftir leitt til þess að það yrði dregið til ábyrgðar fyrir brot á skuldbindingum sínum hjá Mannréttindadómstóli Evr- ópu? Það er síður en svo fjarlæg niðurstaða miðað við fyrri úrlausnir hans um svipuð tilvik.39 I síðari dóminum var staðfest skylda ríkisins til þess að láta túlka framboðs- umræður í sjónvarpi yfir á táknmál. Byggðist niðurstaðan á því að það væri óaðskiljanlegur þáttur í kosningarétti, sem verndaður væri í stjómarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu, að hafa tækifæri til að kynna sér þau atriði sem kosið væri um. Var vísað til lagaskyldu ríkisútvarpsins samkvæmt útvarpslög- um, löggjöf um málefni fatlaðra og jafnræðisreglunnar. Enginn vafi leikur á því að kosningaréttur er meðal mikilvægustu borgaralegu og stjómmálalegu rétt- inda, enda undirstaða lýðræðisskipulags, en hann leiðir af sér talsverðar já- kvæðar skyldur fyrir ríkið. Lagaskylda til þess að kynna framboðsumræður er vissulega fyrir hendi. Sérstök krafa um að jafnræðis verði gætt í því tilliti gerir skylduna enn ríkari og vekur upp spurningar um það hversu langt verði gengið við að fallast á kröfu um að allir skuli fá allt jafnt. Verður nánar vikið að marg- víslegum álitaefnum um beitingu jafnræðisreglunnar hér á eftir. 10.2 Vernd efnahagslegra og félagslegra réttinda felst í að takmarka skerðingu á lágmarksréttindum sem þegar eru tryggð með lögum Áður er lýst því megineinkenni efnahagslegra og félagslegra réttinda að þau leggja jákvæðar skyldur á ríkið og krefjast ákveðinna aðgerða til þess að verða virk. Þrátt fyrir það hafa þeir dómar, sem reifaðir voru að framan og vörðuðu rétt manna til bótagreiðslna og annarrar félagslegrar aðstoðar, einmitt snúist um 38 Alþt. 1994-95, A-deild. bls. 2110. 39 í þessu sambandi má vísa til ítarlegs rökstuðnings Mannréttindadómstóls Evrópu um slíka aðstöðu í Botta-málinu sem reifaður var í kafla 8.1 að framan, sbr. einnig Björg Tliorarensen: „Einkaréttaráhrif mannréttindasáttmála Evrópu og skyldur ríkja til athafna samkvæmt sáttmál- anum“, bls. 109. 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.