Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 48
í annan stað leiðir það berlega af réttarríkishugmyndinni að stjórnvöld verða
að fara að lögum eins og aðrir í samfélaginu. Að öðrum kosti er samfélagið
aðeins lögbundið í orði kveðnu. Stjórnvöldum ber til dæmis að halda loforð sem
eru skuldbindandi lögum samkvæmt með sama hætti og öðrum. Sömuleiðis
mega stjómvöld ekki gera neitt sem andstætt er lögum fremur en aðrir í samfé-
laginu. Sá þáttur lögmætisreglu íslensks réttar sem nefndur formregla lögmætis-
reglunnar styðst við þessi rök.
1 þriðja stað leiðir af réttarríkishugmyndinni að ýmsar sérreglur verða að gilda
um meðferð þess valds sem stjórnvöldum er falið. Það hlýtur að vera umhugs-
unarefni hvemig tryggja má að stjórnvaldshafar fari raunverulega að lögum við
athafnir sínar. Hér er meðal annars sérstakt tilefni til þess að koma í veg fyrir að
þeir einstaklingar sem fara með opinbert vald brjóti lög með því að umbuna
sjálfum sér eða nákomnum við athafnir sínar. Með öðrum orðum verða að vera
til staðar reglur sem tryggja sérstaklega að stjórnvaldshafar virði lagaleg réttindi
borgaranna þannig að farið sé að lögum bæði í orði og á borði. Af þessu leiða
ýmisskonar málsmeðferðarreglur sem gilda um starfsemi stjórnsýslunnar. Regl-
ur sem kveða á um endurskoðun ákvarðana innan stjómsýslunnar auk reglna um
stjómsýslueftirlit þjóna einnig þessum tilgangi. Af þessu leiðir einnig að mikil-
vægt er að unnt sé að bera athafnir stjórnsýslunnar undir dómstóla en um hlut-
verk dómstóla með hliðsjón af réttarríkinu verður hér ekki frekar rætt.
Með þessum hætti stuðla lögin sjálf að eigin viðgangi og virkni. Stjómvöld
eru mikilvægur þáttur í því að halda uppi lögbundnu samfélagi en með sama
hætti krefst lögbundið samfélag þess að að stjómvöld fari sjálf að lögum.
3.4 Siðferðilegt gildi lögmætisreglunnar
Lögmætisregla íslensks réttar á sér djúpar rætur í vestrænni siðfræði og
stjórnspekihefð. Reglan er reist á þeirri hugmynd að einhvers konar lög séu
almennt æskileg mannlegu samfélagi og því beri að tryggja viðgang þeirra og
virkni. Ekki aðeins verði að tryggja að almennt sé farið eftir lögunum heldur
einnig að lögin spillist ekki í meðförum stjómvalda. Með því að samfélagið er
lögbundið og samskipti manna lúta lögum er ekki aðeins stuðlað að friðsamlegri
og öruggri sambúð manna í samfélagi. Með þessu er réttlæti einnig tryggt upp
að vissu marki, þar sem lögin em almenn, fyrirsjáanleg og fara ekki í mann-
greinarálit.12
Réttarríkishugmyndin segir lítið um hvers efnis lögin eigi að vera. Til þess
þurfa að koma til ítarlegri hugmyndir um þau verðmæti sem lögin eiga að þjóna.
Á grundvelli slfks verðmætamats verða einnig færð rök að því að tiltekin lög séu
með einum eða öðrum hætti siðferðilega ámælisverð, jafnvel þótt þau fullnægi
12 Hér er árétiað að réttarríkishugmyndin og lögmætisreglan standa ekki til þess að menn fái not-
ið lífsgæða sinna í samræmi við það sem þeim ber. Jafnvel þótt þessu efnislega réttlæti verði ekki
náð er þó sköminni skárra og réttlátara að menn viti hver hin óréttlátu lög eru og geti hagað athöfn-
um sínum í samræmi við þau fremur en hið gagnstæða. Réttarríkið tryggir þannig réttlæti, þó aðeins
upp að vissu marki.
116