Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Side 62
Þann 26. apríl 2000 kl. 20.30 var lialdinn í Odda fundur um frumvarp til laga um persónuvemd og meðferð persónuupplýsinga og helstu breytingar frá gild- andi rétti samkvæmt lögum nr. 121/1989. Framsögumenn voru Páll Hreinsson, prófessor og formaður tölvunefndar, og Sigrún Jóhannesdóttir, framkvæmda- stjóri tölvunefndar. Fundarmenn voru 64 talsins. Þann 18. maí 2000 var haldinn á Hótel Sögu morgunverðarfundur urn fram- kvæmd stjórnsýslulaga og löggjafar um starfsmenn hins opinbera - álitamál í ljósi nýlegra álita umboðsmanns Alþingis. Frummælendur voru Tryggvi Gunn- arsson, umboðsmaður Alþingis, og Ásmundur Helgason, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis. Á fundinum var jafnframt kynnt ný heimasíða umboðsmanns Alþingis. Þátttakendur á fundinum voru 65 að tölu. Þann 25. september 2000 kl. 20.30 var haldinn í Odda fundur um ísland og Schengensamstarfið. Frummælandi var Högni S. Kristjánsson, lögfræðingur og sendiráðunautur í utanríkisráðuneyti. Hann gerði ítarlega grein fyrir því hvað fælist í skuldbindingum Schengen-samkomulagsins og miklar umræður spunn- ust um ýmsar hliðar þess máls. Fundarmenn voru 26 talsins. Þann 6. október 2000 var árlegt málþing lögfræðingafélagsins haldið á Grand Hótel, Reykjavík. Að þessu sinni var umfjöllunarefnið lögfræðileg álita- efni í tengslum við stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra setti málþingið en málþingsstjóri var Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneyt- isstjóri. Frummælendur voru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sem fjallaði um stjórnsýsluna, hlutverk og kröfur, Páll Hreinsson prófessor nefndi fyrirlestur sinn „Handverk stjórnsýslunnar“, Ólafur Jóhannes Einarsson lögfræðingur fjallaði um andmælareglu stjórnsýsluréttar í ljósi nýrra dóma, Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur flutti fyrirlestur um ólögfest verkefni sveitarfélaga og Kristján Andri Stefánsson deildarstjóri fjallaði um lögmætis- regluna og þjónustugjöld. Þátttakendur voru um 250 talsins og var þingið hið næstfjölmennasta í sögu félagsins. Fjölmennast var málþing haldið árið 1991 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði sem 325 lögfræðingar sóttu. 4. Móttaka fyrir nýútskrifaða lögfræðinga Að venju var nýútskrifuðum lögfræðingum boðið til móttöku á vegum stjómar félagsins í því skyni að kynna þeim starfsemi félagsins. Móttakan fór fram þann 31. maí 2000 í Borgartúni 6 og mættu rúmlega 30 manns til hennar. í móttökunni gerði formaður félagsins m.a. grein fyrir því nýmæli að öllum nýútskrifuðum lögfræðingum er nú boðin eins árs áskrift að Tímariti lögfræð- inga þeint að endurgjaldslausu. Með þeim hætti vill félagið kynna ungum lög- fræðingum efni tímaritsins og vekja athygli á gildi þess fyrir starfandi lögfræð- inga. 130

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.