Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 4
tekist með öllu. Dómstólum er skylt að útkljá deilur sem til þeirra er skotið með
réttum hætti og fara einungis eftir lögunum við þau embættisverk eins og í
stjórnarskránni segir. Ef sett lög væru einu réttarheimildirnar sem fara mætti
eftir væru þessi skylduverk óvinnandi. Yrði þá að grípa til geðþóttaákvarðana
til að ná fram úrslitum máls. Við því setur stjórnarskráin blátt bann.
Af þessum sökum verður óhjákvæmilega að styðjast við aðrar réttarheimildir
en sett lög. Svo ekki sé of djúpt í árinni tekið þá má fullyrða að til viðbótar sett-
um lögum séu eftirtaldar réttarheimildir viðurkenndar, þ.e. réttarvenja, for-
dæmi, lögjöfnun, meginreglur laga og eðli máls. Löggjafinn á ekki beina aðild
að tilurð þessara réttarheimilda, sú aðild er einungis óbein í sumum tilfellum en
engin í öðrum. Skal hér eitt dæmi tilfært til skýringar. Allt til þess að skaða-
bótalög voru sett árið 1993 voru mál um líkamstjón dæmd á grundvelli réttar-
venja og fordæma og reyndist það fyrirkomulag býsna vel. Engum datt í hug að
það bryti gegn valdheimildum löggjafans að haga málum svona. Skaðabótalög-
in voru hins vegar ný réttarheimild í þessum málaflokki sem með rétthæð sinni
lagði hinar fyrri af. Hér áttu dómstólar ekki um neina kosti að velja, enda þótt
hálfgert uppnám ríkti í þessum málum í nokkur ár vegna sífelldra breytinga á
skaðabótalögunum. Dómstólum bar að fara eftir lögunum eins og þau voru á
hverjum tíma hvað þeir gerðu.
Um þetta er hvorki né verður deilt og hin nýja umræða nær ekki til þessa
eftir því sem best verður séð. I raun sýnist umi'æðan snúast fyrst og fremst um
það hvort dómstólar hafi, í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar voru á stjómar-
skránni 1995, tekið í sínar hendur að ákveða hvert skuli vera inntak mannrétt-
indaákvæða stjómai'ski'árinnar, einkum þó þeirra sem 65., 75. og 76. gr. hafa að
geyma, og með þeim hætti farið inn á valdsvið þar sem löggjafinn einn ráði ríkj-
um. Þetta má eflaust orða svo að deilan snúist um það hvort mannréttinda-
ákvæðin séu stefnuyfirlýsingar stjórnarskrárgjafans án sjálfstæðs efnisinntaks
en efnið beri löggjafanum að ákvarða í almennri löggjöf. Eða hvort mann-
réttindaákvæðin hafi efnisinntak sem löggjafanum beri að taka tillit til.
Er nú rétt að skoða lítillega dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu út frá þessu
sjónarmiði.
I niðurstöðu meirihutans segir m.a. eftirfarandi:
Svo sem áður greinir verður að telja að í 1. mgr. 76. gr. stjómarskrárinnar felist
ákveðin lágmarksréttindi, sem miðuð séu við einstakling. Þrátt fyrir svigrúm al-
menna löggjafans til mats á því, hvernig þessi lágmarksréttindi skuli ákvörðuð, geta
dómstólar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess, hvort það mat samrýmist
gmndvallarreglum stjórnarskrárinnar. Þegar litið er til skipulags réttinda örorkulíf-
eyrisþega samkvæmt almannatryggingalögum og þeirra afleiðinga, sem í raun geta
af því leitt fyrir einstaklinga, verður þetta skipulag ekki talið tryggja þeim þau lág-
marksréttindi, sem í framangreindu stjórnarskrárákvæði felast, á þann hátt að þeir fái
notið þeirra mannréttinda, sem 65. gr. stjómarskrárinnar mælir þeim, svo sem það
ákvæði verður skilið að íslenskum rétti, sbr. 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg
152