Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 8
7. AÐ FALLAST Á FRAMKVÆMD EÐA EKKI - LEYFI TIL
FRAMKVÆMDAR
7.1 Úrskurður Skipulagsstofnunar
7.2 Bindur úrskurður Skipulagsstofnunar leyfisveitanda?
7.3 Skilyrði í úrskurði og efni leyfis
7.4 Ákvörðun eða leyfi fyrirliggjandi
7.5 Réttmætar væntingar
8. MÓTVÆGISAÐGERÐIR, FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐIR OG
ÁVINNINGUR
8.1 Almennt um mótvægisaðgerðir og fyrirbyggjandi aðgerðir
8.2 Mótvægisaðgerðir og ávinningur
9. ÚRSKURÐUR - ÆSKILEGUR FARVEGUR FYRIR MAT Á
UMHVERFISÁHRIFUM?
9.1 Mat á efni matsskýrslu - úrskurður
9.2 Kæruréttur og réttur til að gera athugasemdir
9.3 Lifandi mat á umhverfisáhrifum - hagsmunir framkvæmdaraðila
9.4 Þátttaka almennings og leyfi til framkvæmdar
9.5 Ákvæði til bráðabirgða III
10. LOKAORÐ
1. INNGANGUR
1.1 Afmörkun efnis
Mat á umhverfisáhrifum hefur ávallt notið athygli hér á landi og sett mark
sitt á þjóðfélagslega umræðu undanfarinna ára, einkum og sér í lagi mat á um-
hverfisáhrifum tiltekinna stórframkvæmda, svo sem virkjanaframkvæmda. Al-
mennt er talið að mat á umhverfisáhrifum stuðli að aukinni umhverfisvernd í
víðtækri merkingu enda er það einn aðaltilgangur slíks mats.1 Upphaf mats á
umhverfisáhrifum má rekja til Bandaríkjanna og verður stuttlega gerð grein
fyrir því í kafla 2.1. í nánast öllum nýlegum alþjóðlegum samningum, yfirlýs-
ingum ríkja og alþjóðlegra stofnana, sem á einn eða annan hátt varða umhverf-
isvemd, er að finna ákvæði um að fram fari mat á umhverfisáhrifum við ákveð-
in skilyrði. Verður nokkurra slrkra dæma getið í kafla 2.3. Þar að auki hefur
Evrópusambandið (ESB) lagt áherslu á að mat á umhverfisáhrifum sé undanfari
tiltekinna leyfisveitinga og verður vikið að því í kafla 2.2. Auk þessa hafa verið
settar fram kenningar um mat á umhverfisáhrifum og þróuð sérstök aðferða-
fræði um gerð og mat á innihaldi matsskýrslu o.fl., en ítarleg umfjöllun um
þessa þætti verður að bíða betri tíina.
í samræmi við meginreglur alþjóðlegs umhverfisréttar eru ríki hvött til þess
að tryggja að löggjöf sem varðar umhverfismál sé með þeim hætti að almenn-
ingur og félagasamtök sem láta sig umhverfismál varða geti raunverulega haft
1 Sjá einkum umfjöllun um tilgang mats á umhverfisáhrifum í kafla 3.2.
156