Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 9
áhrif á ákvarðanatöku. Sjá nánar efni Árósasamningsins frá 1998 sem ísland hefur undimtað.2 Málsmeðferð við umfjöllun mats á umhverfisáhrifum og opinber umfjöllun um leyfisveitingar vegna framkvæmda3 sem háðar eru slíku mati á m.a. að tryggja þennan rétt. I þessari grein verður einungis að óverulegu leyti fjallað um þetta mikilvæga atriði en vakin er athygli á nauðsyn þess að skoða hvort og hve mikið tillit hefur verið tekið til sjónarmiða almennings og félaga4 í mati á umhverfisáhrifum, þ.e.a.s. umfram það sem einstaklingsbundnir hagsmunir kunna að hafa gefið tilefni til hverju sinni og hvort ástæða sé til þess að tryggja rétt almennings og félaga enn frekar með lagasetningu. Aðaltilgangur þessarar greinar er að fjalla um nokkur ákvæði í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og sambærileg ákvæði í eldri lögum nr. 63/1993 um sama efni. í greininni verður því haldið fram að orðalag og fram- kvæmd 2. mgr. 11. gr., sbr. 16. gr. laganna, og sambærileg ákvæði í eldri lögum stuðli ekki að aukinni umhverfisvernd, valdi réttaróvissu m.t.t. hagsmuna fram- kvæmdaraðila og almennings, óljóst sé hvort úrskurður um mat á umhverfis- áhrifum bindi leyfisveitanda og að tiltekinn misskilningur komi fram í lögunum um hlutverk og tilgang mats á umhverfisáhrifum. Fjölmargir stjórnsýsluúr- skurðir hafa verið kveðnir upp á grundvelli laganna vegna mats á umhverfis- áhrifum á báðum stjómsýslustigum. Það sem helst vekur athygli í þessum úr- skurðum er sú staðreynd að sjaldan hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að tiltekin framkvæmd, háð mati á umhverfisáhrifum, muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Þetta vekur nokkrar spumingar, m.a. þá af hverju mat á umhverfisáhrifum er yfirleitt gert ef oftast er hægt að draga úr umhverf- isáhrifunum þannig að þau verði ekki umtalsverð með svokölluðum mótvæg- isaðgerðum eða fyrirbyggjandi aðgerðum. Bent skal á að í þessari grein verður ekki gerður samanburður á nýju lögun- um um mat á umhverftsáhrifum og þeim eldri nema að takmörkuðu leyti eða at- hugað hvort þau nýju samrýmast meginatriðum tilskipunar 85/337/EBE um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið, sbr. tilskipun 97/11/EB sem breytir þeirri fyrr- nefndu, en ég hef áður fjallað um nokkur atriði sem þetta varðar á opinberum vettvangi.5 Báðar þessar tilskipanir eru hluti af samningnum um Evrópska efna- 2 Á ensku: Convention on Access to Information, Public Participation in Decision-making and Access to Justice in Environmental Matters. Sjá nánar tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Árósasamnings um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Alþt. 2000-2001, A-deild, þskj. 1032. Þegar þessi grein var í undirbúningi vorið 2001 hafði ísland ekki fullgilt samninginn. 3 í eftirfarandi umfjöllun verður iðulega vísað til framkvæmda þótt mat á umhverfisáhrifum sé oftast gert vegna framkvæmda og eftir atvikum vegna starfsemi sem framkvæmdunum fylgir. 4 Hér er átt við félög og félagasamtök sem stofnuð eru og starfa með það að markmiði að auka um- hverfísvemd með einum eða öðrum hætti. 5 Sjá srein mína í Morgunblaðinu „Frumvarp til iaga um mat á umhverfisáhrifum" sem birtist þann 15. apríl 2000. 157
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.