Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 10
hagssvæðið (EES). Jafnframt er tekið fram að þessi umfjöllun verður ekki sér-
staklega tengd varúðarreglum né áhættumati.
Hvorki úrskurðir Skipulagsstofnunar6 né umhverfisráðuneytisins eru gefnir
út en í eftirfarandi umfjöllun verður oft vitnað til þeirra. Verður stuðst við texta
þann sem er á netinu, sjá www.skipulag.is/pages/mau/mauframe.htm, hvað
varðar úrskurði Skipulagsstofnunar og er þeim gefið hlaupandi númer í sam-
ræmi við þá röð sem þeir voru kveðnir upp, t.d. fyrsti úrskurður Skipulagsstofn-
unar árið 1994 verður US 1/94, o.s.frv. Hvað varðar úrskurði ráðuneytisins þá
hefur verið stuðst við undirrituð ljósrit af þeim. Tilvísun til þessara úrskurða
verður með þeim hætti að vísað verður til dagsetningar, t.d. úrskurður kveðinn
upp 6. janúar 1998 verður ÚR 6/1/98.
Ofangreindir úrskurðir eru mikilvægar réttarheimildir og gefa tilefni til
margvíslegra rannsókna í umhverfisrétti, einkum vegna þess að fáir dómar hafa
gengið hér á landi sem beinlínis varða umhverfisrétt. Þetta á sérstaklega við
vegna þeirrar hugmyndafræði sem mótar umhverfisréttinn í dag og þeirra áhrifa
sem hún hefur og ætti að hafa á efni laga sem varða umhverfismál, stöðu um-
hverfisréttar gagnvart öðrum réttarsviðum lögfræðinnar og hvemig lögum sem
tilheyra umhverfisrétti er beitt í tilteknum réttarkerfum, t.d. því íslenska, m.t.t.
stjórnarskrárákvæða sem vemda sérstaklega ákveðin réttindi, svo sem atvinnu-
frelsi og eignarrétt, og ýmissa meginreglna, t.d. lögmætisreglu, meðalhófsreglu
og jafnræðisreglu. Ekki verður í greininni fjallað á svo víðtækan hátt um mat á
umhverfisáhrifum né um sjálfbæra þróun og tengsl þeirrar hugmyndafræði við
lög og lagakerfi.
1.2 Löggjöf á Norðurlöndum
Þegar undirbúningur að ritun greinarinnar hófst velti ég því fyrir mér hvort
rétt væri að bera saman löggjöf á Norðurlöndum um mat á umhverfisáhrifum
og framkvæmd hennar. Eftir nokkra umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að
heildarsamanburður væri ekki nauðsynlegur hvað þessa grein varðar þótt slíkur
samanburður hefði almennt séð mikið gildi, ekki síst í ljósi þess að lög nr.
106/2000 ber að endurskoða fyrir 1. janúar 2003, sbr. ákvæði III til bráðabirgða.
Astæður niðurstöðu minnar eru þessar:
(1) Löggjöf á Norðurlöndum sem varðar mat á umhverfisáhrifum er með
margvíslegu móti og sömuleiðis matsferillinn sem tekur mið af uppbyggingu
stjórnsýslu umhverfismála í hverju landi fyrir sig. Hvað efni þessarar löggjafar
varðar er í stórum dráttum fylgt tilskipun 85/337/EBE um mat á áhrifum sem
tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á
umhverfið og tilskipun 97/11/EB um sama efni sem breytir þeirri fyrrnefndu.
6 Samkvæmt eldri lögum um mat á umhverfisáhrifum kvað skipulagsstjóri ríkisins upp úrskurði um
mat á umhverfisáhrifum, sjá t.d. 8. gr. þeirra laga. I yngri lögum um sama efni kveður Skipulags-
stofnun upp úrskurði, sbr. 11. gr. laganna. Sjá einnig 4. og 5. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997.
158