Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 13
2.2 Evrópusambandið Um svipað leyti og NEPA lögin tóku gildi hófst umræða um mat á umhverf- isáhrifum í Evrópu,15 þótt þróunin þar yrði hægari en í Bandaríkjunum. Fljót- lega eftir 1970 höfðu örfá ríki Efnahagsbandalags Evrópu (EBE) tileinkað sér kerfisbundið mat á umhverfisáhrifum tiltekinna framkvæmda. Hins vegar var það ekki fyrr en seint á áttunda áratugnum sem reglur um mat á umhverfisáhrif- urn fengu hljómgrunn innan EBE. Fyrsta tillaga að tilskipun um mat á umhverfisáhrifum tiltekinna fram- kvæmda, sem kom fram árið 1980, gekk mun lengra en sú sem samþykkt var árið 1985, sbr. tilskipun 85/337/EBE. Sú byggir á málamiðlun en með henni var nokkuð dregið úr skyldum framkvæmdaraðila, e.t.v. á kostnað umhverfisvemd- ar.16 Efni tilskipunar 85/337/EBE um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið17 sýnir ákveðna viðhorfsbreytingu í Evrópu, a.m.k. hvað varðar aðildarríki ESB, ekki síst m.t.t. hagsmuna almennings. I tilvitnaðri tilskipun, sbr. tilskipun 97/11/EB, er það gert að óundanþægri skyldu að meta áhrif tiltekinna framkvæmda, sbr. viðauka I með tilskipuninni og eftir atvikum samkvæmt viðauka II, og í sam- ræmi við 8. gr. tilskipunar 85/337/EBE, sbr. breytingar í 10. lið 1. gr. tilskipunar 97/11/EB, skal leyfisveitandi taka tillit til þeirra upplýsinga sem fram koma í mati á umhverfisáhrifum.18 Hins vegar gefa ákvæði ofangreindra tilskipana ekki tilefni til þess að ætla að óheimilt sé að fallast á framkvæmdir þótt staðfest sé með mati á umhverfisáhrifum að þær hafi í för með sér umtalsverð umhverf- isáhrif. Með tilskipun 97/11/EB voru gerðar nokkrar mikilvægar breytingar á tilskip- uninni frá 1985. Þær eru helstar þessar: (1) Bætt var við viðauka, viðauka III, þar sem fram koma viðmið sem nota á við mat á því hvort framkvæmdir innan viðauka II séu háðar mati á umhverfisáhrifum. (2) Bætt var við ákvæði þess efnis að upplýsingar um matsskyldu fram- kvæmda innan viðauka II verði aðgengilegar almenningi. (3) Bætt var við ákvæði sem varðar álitsgjöf af hálfu opinbers aðila á efni matsskýrslu áður en sótt er um leyfi fyrir framkvæmd og heimild til þess að krefjast upplýsinga áfram, þótt álit hafi verið gefið. (4) Loks voru lagðar á aðildarríkin auknar skyldur sem lúta m.a. að upplýs- ingagjöf o.fl. vegna framkvæmda sem áhrif hafa yfir landamæri. 15 Sjá t.d. I. Carlman. bls. 10. 16 C. Wood, bls. 32, et seq., og t.d. H. T. Anker: „Internationale og EU-retlige rammer for miljd- konsekvensvurderinger“. Miljökonsekvensbeskrivning - i ett rattsligt perspektiv, bls. 77-91. 17 Eins og áður hefur verið nefnt er tilskipunin hluti af EES-samningnum, sbr. 74. gr. hans og lið 1 í viðauka XX. 18 Sjá nánari umfjöllun um mat á umhverfisáhrifum í ESB hjá J. H. Jans: European Environ- mental Law. Europa Law Publishing, Groningen 2000, bls. 321-328. 161
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.